Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Big Fish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er með þeim betri sem hér hafa rekið á fjörur kvikmyndaunnenda í langan tíma. Handritið er traust, hugmyndin góð og þarna má sjá einvalalið leikara vinna úr virkilega bitastæðum persónum. Að sumu leyti minnir hún á aðra toppmynd, Forrest Gump, og er þar ekki leiðum að líkjast. Þó eru farnar þarna aðrar slóðir, samband föður og sonar, faðirinn lifir í fantasíu en sonurinn öllu jarðbundnari. Albert Finney er hreint óborganlegur í hlutverki föðurins enda enginn aukvisi þar á ferð. Ekki má rekja söguþráðinn en ég hvet alla til að sjá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei