Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Surviving Christmas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Besta jólamyndin í ár, stórefast um að það sem á eftir að koma eitthvað betra en þessi mynd. Ég verð að gefa rithöfundum þessara myndar fullt kredit fyrir alveg nýstárlega hugmynd að jólamynd, þó hún eigi nokkra hluti sameiginlega við The Family Man sem Nicolas Cage lék í fyrir nokkrum árum. Þessi mynd fjallar um Drew (Ben Affleck) sem er vel ríkur og fær skrítna hugmynd í kollinn eftir að hafa talað við sálfræðing að heimsækja sitt fyrra heimili þegar hann var ungur til að endurvekja gamlar minningar og ákveður þar að leigja fjölskylduna sem býr þar núna yfir jólin. Ég ætla ekki að segja meira um þessa mynd, enda segir söguþráðurinn allt sem segja þarf, við svona aðstæður er ekki hægt að búast við að myndin verði ekki neitt annað en fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Head of State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svipar soldið til Bulworth (Warren Beatty), ég er farinn að halda að Chris sé að reyna að leika eftir kvikmyndaferill Beatty's, fyrst með Down to earth sem er endurgerð myndarinnar Heaven can wait, það má kannski segja að Bad Company hafi verið Chris Rock's Ishtar. En aftur til myndarinnar, Chris er valinn til að reyna að ná embætti, ekkert meira né minna en sem forseti Bandaríkjanna eftir að annar frambjóðandana ferst í flugslysi, hann er reyndar ekki valinn til að vinna framboðið heldur frekar til að vinna til sín minnihlutahópana svo Demokratar muni líta betur út fyrir næstu kosningar og þá sérstaklega Senator Bill Arnot, þegar mótframbjóðandinn fer að taka eftir því að Chris sé að ná stigum í könnunum, fer hann að spila óheiðarlega með auglýsingum og rógburð, Chris vill ekki fara þá leið en neyðist svo til að finna sjálfan sig og hvað hann er um, eftir slæma útreið sem hann fær. Þessi mynd fer svolítið í rugl inn í miðri mynd en nær sér aðeins á strik í restina, svona allt í allt ágætis mynd en veit ekki hvort það sé þess virði að fara á hana í bíó nema þú hafir skemmt þér vel við að horfa á Down To Earth því þær eru í nákvæmlega sama skala.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
How to Lose a Guy in 10 Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg rómantísk gamanmynd... hver segir að Hugh Grant þurfi að leika í þeim öllum. Þessi mynd er nokkuð góð, vel leikin þó hvað Kate Hudson hagar sér aðeins of barnalega, en hver veit, fólk hagar sér skringilega þegar það er ástfangið, það samt gaman að henni. Kate leikur dálkahöfund sem skrifar How To umsagnir, vinkona hennar er þessi týpa sem hrindir óviljandi alla stráka frá sér eftir nokkra daga samband sem gefur Kate hugmynd að umfjöllunar efni sem ber nafn myndarinnar, hún ákveður sem sagt að finna sér karlmann til að vera með og reyna að hrinda honum frá sér á 10 dögum en henni til lukku velur hún mann sem hefur veðjað því að hann geti gert hvaða konu ástfangna af sér og svo vill til að hann þarf að gera það á 10 dögum líka. Þessi mynd hefur góða punkta og allir ættu að kannast við eitthvað af þeim, jafnvel karlmenn líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shanghai Knights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bara ágætis framhald af þeirri fyrri, þó hún hafi kannski verið aðeins of lík henni. Mjög gaman að því þegar þeir gera grín að fortíðinni með því að nota nöfn og annað þess háttar úr framtíðinni held það sé ekta húmor frá Owen Wilson. Þessi mynd byrjar nokkuð eftir að sú fyrri átti að eiga sér stað, en pabbi Chon Wang (Jackie) sem geymir einhvern erfðargrip kóngafólksins í kína er drepinn og gripnum stolið, hann fær þessi skilaboð frá systur sinni og að hún hafi elt morðingjan til Englands svo Wang leggur leið sína þangað með smá stoppi í New York til að reyna að fá gamla vin sinn til að hjálpa sér... eða réttara sagt að fá peningana sem Roy (Owen) ætlaði að geyma fyrir þá, en er svo skítblankur og vinnur fyrir sér sem þjónn og gigaló.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Old School
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg mynd ekki hægt að segja annað. Will Farrell fer alveg á kostum þar sem hann leikur mann sem er nýgiftur en er ekki alveg tilbúinn að setja sig í þann farveg, enda mjög drykkfelldur þegar hann drekkur. Aðalsögupersónan er Luke Wilson sem kemur að konunni sinni halda framhjá sér og kemst að því að hún hefur verið að halda reglulegt hópkynlíf þegar hann er ekki heima, hann segir skilið við konuna og fær íbúð á skólalóð háskólans og þar reyna þeir að endurlifa skóladagana á alveg ógleymalegan hátt. Luke (Godfather) og Vince Vaughn voru báðir frábærir í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Recruit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er lítið sem ég get sagt um þessa mynd nema... Snilld! Colin Farrell leikur hérna ungan snilling sem var hæstur í bekknum sínum í MIT, Burke (Al Pacino) hefur það að starfi að ráða fólk inn í CIA ásamt því að vera kennari, Burke fær Clayton (Colin) til að koma til CIA og ræður hann svo í verkefni að koma upp um uppljóstrara í CIA. Þó þetta sé söguþráður myndarinnar þá er besti hlutinn þegar Clayton fer í gengum skólan til að öðlast þau réttindi að vera CIA spæjari, þar má segja að mestu hlutirnir ske nema hvað þá í endinn. En góð mynd út í gegn, fólk ætti ekki að vera svekkt á að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Drumline
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Átti von á sömu unglinga klisjunni strákur og stelpa og aðalsögupersónan betrum bæta sig, hef svo sem ekkert á móti því sá söguþráður virkar fyrir mig og gerði þarna og þá sérstaklega þar sem það skeður með allt öðrum bakgrunni en maður er vanur. Þessi mynd fjallar um Devon leikin af Nick Cannon sem segir manni ekki mikið en hann er mest þekktur fyrir að vera með sinn eiginn þátt á barnastöðinni Nickalodeon, Devon kemmst í háskóla á styrk með því að spila á trommur í lúðrabandssveit á fótboltaleikjum, þegar hann kemur í skólan er tekið strangt á þeim og Devon tekur því ílla að vera stjórnað og er sinn eigin maður en endar svo með því að hann lærir að spila með meðspilurum sínum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wet Hot American Summer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Verð að segja að ég sé sammála, þessi mynd er að reyna að endurskapa stemminguna við mynd sem gefin var út 1979 og heitir Meatballs með honum Bill Murray, brandararnir eru nánast alveg eins og margir hverjir aulabrandararnir fljúga beint yfir höfuðið á manni, þetta hefði kannski verið fyndin mynd fyrir 20 árum síðan en ekki í dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Adaptation.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin spannast út frá myndinni Being John Malkovich og fjallar um tvíburabræðurna Charlie og Donald Kaufman báðir leiknir af Nicolas Cage, Charlie er handritshöfundur og er beðinn um að gera kvikmyndahandrit úr bók eftir blaðarithöfund (Meryl Streep) sem fallar um sérstakt blóm sem kallast Orchid, meðan hann er að rembast við að finna leið til að skrifa handrit sem fjallar um blóm kemur bróðir hans Donald í söguna sem er anstæða Charlie's, afslappaður og nýtur nokkurs kvenhyllis meðan Charlie á í miklum vandræðum að halda sambandi við hitt kynið, Donald dettur í hug að fara út að skrifa handrit og nýtir sér aðstoð Charlie's við skriftirnar. Charlie fer að taka eftir því að bróðir sinn virðist eiga mikið auðveldar með hlutina en hann sjálfur og svo fer að hann fer að biðja bróðir sinn um hjálp. Verð að segja að Nicolas hefur aldrei leikið betur, eini maðurinn sem mér dytti í hug að gæti farið með þetta hlutverk væri John Cusack en það á engann veginn við þar sem hann leikur í myndinni sem þessi mynd spannast út frá, Chris Cooper er algjör snilld í sínu hlutverki sem tannlausi Laroche maður sem leggur mikið upp úr því sem hann gerir, en hann leikur Orchid leitara sem Streep tekur viðtal við vegna bókarinnar og verður hugfanginn að þessum karakter. Þessari mynd má alls ekki sleppa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
National Security
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú hefur gaman að grínmyndum þá ættirðu ekki að láta þessa fram hjá þér fara, mörg sprenghlægileg atriði í þessari mynd, eins og alltaf þá fer Steve Zahn á kostum, hann og Owen Wilson eru grínleikarar sem mér finnst alltaf vera fyndnari í myndunum sem þeir leika í fremur en aðalleikarinn, mætti halda að þetta væri einhver tíska sem er í gangi í Hollywood þessa dagana að að hvítir eru komnir í aukahlutverk á móti aðalleikurunum sem eru svartir (t.d. I Spy), ekkert á móti því virkar fínt, þó ég verð að segja að Martin Lawrence ætti að fara að skoða að leika öðruvísi hlutverk ef hann heldur svona áfram fer það að verða soldið þreytt... svo lengi sem það rakar inn peninga bíst ég við, ef þú hefur gaman af Martin þá ættirðu ekki að láta þessa fram hjá þér fara, Steve Zahn smell passar í þetta duo og gerir myndina alveg drepfyndna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Final Destination 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú hafðir gaman af fyrri myndinni og manst ekki hvernig hún var þá gætirðu kannski haft gaman af myndinni, það eru mörg svöl atriði í myndinni eins og í þeirri fyrri, en það er ekki mikill munur á milli þeirra tveggja enda ætti final destination að standa fyrir FINAL. Ali Carter ásamt Tony Todd leika í þessari mynd eins og í fyrri en allir aðrir sem voru í fyrri myndinni eru dauðir jafnvel þeir sem lifðu af í restina. Ágætis tímaeyðir ef þú hefur ekki séð fyrri myndina síðan hún var í bíó fyrir tveimur og hálfu ári síðan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Auto Focus
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég mæli eindregið með þessari þó ég hafi aldrei séð Hogan's Heroes þættina sem þessi Bob Crane lék í, þessi mynd fjallar um einkalífið hans, en hann var kynlífsfíkill mikill og lifði með mottóinu A day without sex is a day wasted, alls ekki slæmt mottó það... Greg Kinnear og Willem Defoe smellpassa inn í þessi hlutverk og gera það mjög sannverðugt. Þetta er alveg ótrúleg saga sem getur bara gerst í Hollywood, Bob Crane hefur mikin ljósmynda áhuga og kemur það sér vel fyrir John Carpenter (Willem Defoe) sem kynnir honum fyrir video upptökuvélum og saman fara þeir á kreik og næla sér í kvenmenn og kvikmynda allt heila klappið. Alls ekki láta þessa fram hjá þér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Below
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd virðist vera sambland af K-19 Widowmaker og Ghost Ship, verð samt að segja að þessi mynd er alls ekki slæm þrátt fyrir það, myndin fjallar um Bandaríska áhöfn á kafbát í seinni heimstyrjöldinni sem hafa að geyma leyndarmál þegar þeir taka upp nokkra breta sem höfðu hafnað í sjónum þegar skipið hafði verið sprengt upp, og liðinn fyrrverandi fyrirliði (og ekki það mikið fyrrverandi) hrellir áhöfnina. Myndin tók ágætlega á taugarnar á tímabili og ýmislegt sem gerist sem maður átti ekki von á, bara ágætis afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tuck Everlasting
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fjallar um fjölskyldu sem geymir leyndarmál yfir smálæk sem gefur manni eilíft líf og gerist að mig minnir seinni hluta 19 aldar. Þetta er vel leikin mynd, mér leiddist alls ekki yfir þessari mynd þótt ég hefi lítið gaman af myndum sem ske á þessu tímabili... kannski fyrir þær sakir að myndin fjallar um yfirnáttúrlega hluti og að stelpan er í raun skotin í strák sem er í raun hátt í 200 ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Punch-Drunk Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er ósammála Pétri, ég hafði lítið gaman að þessari mynd fyrir utan kannski eitt eða tvö atriði. Þetta er svona mynd sem aðeins gagnrýnendur virðast hafa gaman að, mér persónulega hefur aldrei fundist gaman að sjá gamanleikara reyna sína fram á að þeir kunni að leika, þó að mér hafi nú fundist The Majestic góð mynd. Ef þetta á að vera frumraun hans í alvarlegri myndum þá hefði hann kannski átt að reyna við karakter sem líkist ekki hans eigin eða nánast öllum öðrum karakterum sem hann hefur leikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei