Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Miss Congeniality
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Við fórum saman í bíó vinkonurnar til að hafa notarlega kvöldstund án þess að þurfa að hugsa um allt sem átti eftir að gera heima. Myndin kom okkur svo sannarlega á óvart. Ég átti að minnsta kosti von á að þetta væri óspennandi amerísk mynd um típíska fegurðarsamkeppni þar sem aðalleikonan vinnur auðvitað og allt er fullkomið í lokin. Ég hafði ekkert lesið né heyrt um myndina. Ég hafði ekki einu sinni séð auglýsingu með Söndru Bullock í bleika kjólnum með FBI merkið og byssuna. EN þegar við gengum út úr bíósalnum aumar í maganum af hlátri varð ég að segja frá því. Við skemmtum okkur svo vel á myndinni. Ég ber mikla virðingu fyrir Michael Caine og mér fannst hann stórkostlega fyndinn í sínu hlutverki í myndinni þar sem hann lék allt öðruvísi persónu en hann er vanur. Sandra var stórkostleg og tókst mjög vel til að vera bæði fyndin, ókvenleg og kvenleg. Þetta er frábær skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei