Gagnrýni eftir:
The Legend of Drunken Master
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds bardagamyndum. Hún er framhald af Drunken Master(1978). Ég á þessa mynd á kínversku þannig að ég er að tala um hana þegar það er ekki búið að talsetja hana á ensku. Þessi mynd hefur fínan söguþráð og er vel leikin sem er ekki svo algengt í svona bardagamyndum. Hún er fyndin, og líka svoltið alvarleg. Bardagaatriðin í myndinni eru geðveik, það er ótrulegt hvað drunken boxing er flott. (Drunken boxing eða Drunken fist er sérstakur kung fu bardagastíll.) Öll bardagaatriðin eru rosalega flott og vel gerð. Og endabaradaginn hefur oft verið talið besta bardagaatriði sem Jackie Chan hefur gert. Ég mæli með þessari snilldar mynd, en reynið að fá hana á kínversku ekki á ensku. Svo mæli ég líka með fyrri myndinni Drunken Master.
The One
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum, ég er mikill aðdáðandi Jet Li, þótt að það geti farið í taugarnar á mér þegar hann notar þassa víra og tæknibrellur. En mér finnst samt flottara að sjá Jet Li gera þetta heldur en Keanu Reeves sem kann ekki rassagat að slást. Handritið í þessari mynd er mjög þunnt, bardagaatriðin eru ágætlega cool. En tónlistinn í þessari mynd er aftur á móti snilld, almennilegt þungarokk og mikil læti. Og það hífir hana ágætlega mikið upp, það er ekki oft sem maður heiri mikið af þungarokki í bío. Svo er nátturulega Jet Li alltaf flottur.