Gagnrýni eftir:
Gladiator0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög góð og spennandi mynd. Russel Crowe í toppformi í frábærri mynd fyrir þá sem hafa áhuga á rómverskum skylmingamönnum. Bara frábær mynd eftir leikstjórann Ridley Scott. Ég mæli eindregið með henni, en ekki fyrir lítil börn.
The World Is Not Enough0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The name is Bond, James Bond hefur verið eitt af aðaleinkennum Bond-mynda. Mitt álit á þessum frasa er bara hreint út sagt frábær frasi. Denise Richards tekur sig illa út sem kjarnorkueðlisfræðingur því hún getur ekki sagt "atóm". 20. Bond-myndin hefði fengið hærri einkunn hjá mér ef að þeir hefðu bara algjörlega sleppt henni. Ég vil koma því á framfæri að Q (Desmond Llewelyn) lést í bílslysi. Áfall fyrir Bond-aðdáendur. Bond er eilífur!
The World Is Not Enough0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Toppleikarar hafa alltaf einkennt Bond myndirnar. Pierce Brosnan í essinu sínu sem Bond eins og alltaf. Brosnan er verðugur arftaki Sean Connerys sem Bond. Bond hefur alltaf fylgt svakaleg ringulreið og læti rennandi sér á öllu. Renard er flottur óvinur en Cristmas Jones tekur sig illa út í hlutverki Bond-gellunar. Í þetta skipti bætist R inn í myndina sem aðstoðarmaður Q. Bond er klassískur.

