Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Strákarnir okkar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar maður fer að sjá íslenskar myndir gerir maður sér vanalega ekki miklar vonir þar sem hollywood-myndir flæða um landið dag eftir dag og þær íslensku eiga það til að týnast í tæknibrellum og draumaheiminum vestan hafs. Þegar ég fór á Strákana okkar fór ég með þessu hugarfari og að það væri nú skemmtilegt að sjá 'íslensku myndina' en ég væri ekki að fara að sjá neitt meistaraverk... ég get sagt ykkur að ég var síður en svo óánægður og að peningnum var vel varðveitt í bíómiðann. Myndin er fyndin í gegn og ögrandi með kaldhæðnum húmor og aðalhlutverkin eru alveg að meika það!... skella sér á hana.. ekki spurning.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Nemo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jahh, ef þetta er ekki besta mynd frá þeim í Pixar. Teiknimyndir frá þeim eru alltaf að verða betri og betri og ef þú hefur gaman af kaldhæðnum húmer sem er um leið jákvæður og við hæfi að þá mæli ég eindregið með þessari fyrir yngri sem eldri. Ég hef þá skoðun að mynd skuli ekki eyðileggja með döbbi eða innlesningu og mæli ég þess vegna með ENSKU eða upprunalegu útgáfunni en ekki þeirri íslensku þar sem 'laddi og vinur hans lesa inná til skiptis'. Eins og ég segi, góð mynd, ætla ekki að fara að eyðileggja stemninguna með fræðilegum gagnrýnum sem fylla ykkur efasemda um að fara á hana og eyða 800 kr. í miða heldur SKELLIÐ YKKUR Á HANA og njótið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Opinberun Hannesar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Guð minn góður... ég get bara ekki sagt neitt annað, þetta er algjört SLYS! Það er án efa erfitt að gera svona lélegar myndir nema með mikilli vandvirkni og skipulagi. Það erfiðasta er að hugsa um að þetta eru peningarnir mínir sem gerðu þennan skandal. Hugsið ykkur tvisvar um áður en þið leggið í'ann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei