Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór í bíó á þessa mynd með engar væntingar. Ég hélt því fram að hún væri léleg og held því fram enþá. Hún hefur þennan einstaka aulahúmor frá helvíti. Fjallar um Harry og Lloyd sem að eru báðir Mjög sérstakir vægagst sagt og vandræðin sem að spretta upp í kringum þá. Að sjálfsögðu er myndin frekar skrautleg og persónurnar frekar grábroslegar. Það má alveg hlæja að þessari mynd og sumum finnst hún ef til vill bráðfyndinn en ég er í þeirri trú að þetta sé frekar léleg mynd og ég mæli ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Johnny English
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er þrælgóð mynd! Byrjar allt með því að einhverjir rannsóknarlögregglumenn deyja og aðeins einn lifir, Johnny English. Sem að er algjör hálfviti og heldur því fram að hann geri aldrei nein mistök! Myndin gengur sem sé út á það að einhvern brjálaðan Frakka dreymir um það að verði Konungur Englands og breyta Englandi í stærsta fangelsi í heimi. Hann rænir því krúnudjásnum Bresku konungsfjölskyldunar og neyðir drottninguna til að gefa krúnuna frá sér og út úr fjölskyldunni, þannig að næsti ættingji sem að erfir á eftir henni er þessi brjálaði Frakki. Johnny og aðstoðarmaður hans, Bough, eiga að rannsaka hver stal krúnunni og þegar að þeir fara að saka þennan hæstvirta Frakka verður yfirmaður þeirra alveg tjúll og bannar þeim að nálgast Frakkan.

Þeir félagar gefast þó ekki upp og lenda í ýmsum skrautlegum ævintýrum. Myndin er full af breskum húmor sem er bara betra.

Allavega góð afþreying með hátt skemmtanagildi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei