Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Hidalgo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þrátt fyrir að vera á þeirri skoðun að hestar séu almennt bestir saltaðir ofan í tunnu, þá fynnst mér þessi mynd bara ágætasta afþreying! Hún er að að vísu aðeins of löng, enn manni fer samt aldrei að leiðast. Eina sem fór aðeins í mig var að maður átti aðeins erfitt með að loka á að manni fanst Viggó vera í Lotr.

þessi mynd kemur einnig á hárréttum tíma þegar araba hatur ætlar allt um koll að keyra, og sýnir múslimana ekki sem einhverja hættulega hriðjuverkamenn, heldur hirðingja sem lifa við erfiðar aðstæður við æfafornar hefðir.

fínasta mynd, en samt kanski ekki eitthvað sem maður fer á í bíó, heldur meira afþreying heima í stofu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei