Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð afþreying hérna á ferð sem kitlar suma svo um munar. Gæsahúðin byrjar að vakna til lífsins strax í byrjun myndarinnar en það er einmitt byrjuninn sem segir okkur frá mestu innihaldi myndarinnar. Þetta er frekar klisjukennd amerísk hryllingsmynd sem samt sem áður endar á skjön við allt sem framleiðendur hryllingsmynda höfðu spáð. Vel gerð mynd og tónlistin og scramblið í sjónvarpinu gerir þig mjög óstyrkan......horfðu á hana í myrkrinu.....þá meina ég spóluna....ekki Sarama!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Catch Me If You Can
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin um manninn sem átti eða að hafa náðst er stórgóð mynd og sýnir það að Spielberg er góður á öllum sviðum kvikmynda. Þessi mynd skartar leikurum á borð við Tom Hanks og Leonardo DiCaprio ásamt Christopher Walken í hálfgerðu aukahlutverki.


Myndin sýnir á ótrúlegan hátt hvernig persóna DiCaprio nær að svindla úr flestum bönkum í heiminum falsaðar ávísanir. Atburðarrásin er frekar ótrúleg og veltir maður fyrir sér hvað sé satt og hvað er ýkt miðað við að þessi mynd er sannsöguleg ( að hluta til ). Samt sem áður stórgóð mynd og mjög fín afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Punch-Drunk Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Veriði sæl og blessuð!


Ég var nú að klára að horfa á þessa mynd er skartar einum af bestu grínleikurum í dag honum Adam Sandler. Þessi mynd byrjar frekar skringilega og sýnir Adam Sandler sem hálfgerðan geðveikan mann sem er hræddur við veröldina fyrir utan vinnustaðinn sinn og heimili. Eftir nokkur langdreginn og gagnslaus atriði ákveður myndin að sýna okkur fjölskyldu Barry ,að ég held að hann heiti. Hann á sjö systur sem virðast ekki vera minni geggjaðari en hann. Ein af hans systrum reynir að fá hann á date eða stefnumót með vinkonu sinni úr vinnunni og snýst það í hálfgerða þráhyggju hjá þessari vinkonu systur hans að ná í Barry og fá hann á stefnumót. Barry er einmanna þannig að hann ákveður að hringja í Kynlífslínu sem endar vægast sagt illa. Þessi mynd er mjög léleg og ef til vill sú lélegasta sem Adam Sandler hefur leikið í. Tónlistinn í myndinni yfirgnæfir stundum talið en það hefði kannski verið í lagi á tímum hefði bara tónlistin verið aðeins skemmtilegri en talið. Ég er frekar vonsvikinn með þessa mynd en hún er tímasóun og býst ég við að fólk hafi eitthvað betra að gera við einn og hálfan tíma en að horfa á þessa mynd. Semsagt steikt mynd sem heldur sér ekki í samhengi + léleg tónlist sem endurspeglar gæði myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei