Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Rock Star
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg



Hér fer Wahlberg með hlutverk söngvarans Chris sem syngur með coverbandi Steel Dragon. Eftir að bandið sem hann var í hendir honum út úr bandinu fær hann hringingu frá einum meðlima Steel Dragon um að koma til LA í söngprufu fyrir hljómsveitina, hljómsveitin ákveður að taka hann til liðs við sig og gera hann að stjörnu, en frægð og frami eru ekki eins ljúft og Chris ímyndaði sér.


Stórskemmtileg mynd og lífleg, og má segja að hverjum einasta rokkara sem leikur með bandi eigi þann draum um að spila með sinni uppáhaldssveit. Jennifer Aniston kemur vel frá sínu í hlutverki unnustu Chris og er hún afbragðs leikkona.


Tónlistin í myndinni er með eindæmum góð og má benda fólki á að leita uppi hljómsveit söngvarans sem syngur fyrir Wahlberg í myndinni, það er almennilegur barki sá.


Stórgóð skemmtun og einnig dramatísk með ídýfum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Basketball Diaries
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

DiCaprio fer hér á kostum sem fyrr í hlutverki sínu í Baskteball Diaries.


Sagan fjallar um 16 ára unglingspilt sem býr í Brooklyn hverfinu í New York, þetta er mynd sem er byggð á bók sem einmitt persónan sem DiCaprio leikur gaf út.


Það sem er áhrifaríkast í sögunni er það að Jim (DiCaprio) og félagar hans höfðu það með eindæmum ágætt og spiluðu körfu sem best og voru með betri keppnismönnum liðsins. Þegar vinur þeirra deyr úr krabbameini gefst Jim upp á þessu drasli, hann byrjar að nota eiturlyf og hættir í skóla og um leið körfuboltaliðinu sínu. Félagi hans leikinn af Mark Wahlberg fer sama veg og sökkva þeir báðir í kviksyndi dóps og fátæktar.


Þessi saga er dæmisaga um maður skal passa sig og aldrei byrja að nota fíkniefni, því það eyðileggur öll plön og alla drauma manns.


Með betri myndum sem ég hef séð og án efa eftirminnilegasta frammistaða L.DiCaprio, kannski fyrir utan hlutverk hans í What´s bothering Gilbert Grabe.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hin fínasta skemmtun, svolítið væla á köflum og svona dálítið hallærisleg fannst mér.


Sjálfum fannst mér eiginlega fyrri myndin betri, margir á öðru máli en þetta er mín skoðun. Tobey er fínn í sínu hlutverki og skilar sínu, restin af castinu er svosem ágætt að reyna sitt en gengur ekki alveg nógu vel.


Flottar brellur, ágætis söguþráður og mikill hasar gera þessa mynd að þeirri sem hún er, en að veita þessari mynd betri einkunn en þessa er að mínu mati ofmat. Spider-Man er auðvitað framhaldsmyndir eins og restin af ofurhetju myndunum eru, og er því auðvitað alltaf gert framhald af myndunum sem getur verið frábært en floppar stundum, sem þessi mynd gerir hins vegar ekki. Hún heldur manni alveg og þannig en missir mann oft útí að pæla í vælunni og hallærileikanum í henni í miðri mynd.


En ég er búinn að sjá hana og kvet eindregið alla sem hafa áhuga á spennu, hasar og brellum að kíkja á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Garfield
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg



Já þetta er ágætis della, fyndin á köflum og hver elskar ekki þennan fjandans kött.


Lasagna og hlátur lengir líf þessa kattar og má með sanni segja að Bill Murray standi sig afbragðs vel í hlutverki Garfield, en ekki veit ég hvernig Hjálmar stóð sig á íslensku myndinni.

Ég skellihlóg að sumum atriðunum en mér fannst sagan léleg nema fyrir utan að spinna í kringum köttinn.


Ein og hálf er fín einkunn og segir það alveg hvernig myndin er uppbyggð... en fólk ætti samt vel getað séð hana og hlegið því Garfield er nú alveg litli vinur okkar allra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American History X
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

American History X er ein af þeim myndum sem fær mann til að hugsa, hún sleppir manni ekki í nokkrar mínútur eins og sumar myndir heldur rígheldur takinu á manni til að maður nái punkti myndarinnar sem best.

Myndin fjallar um Derek (Norton) sem er dæmdur fyrir morð á tveimur blökkumönnum fyrir utan hús sitt, hann hafði verið meðlimur í samtökum þjóðernissinna og kynþáttahatara. Á meðan hann tekur út dóm sinn fer bróðir hans (Furlong) að koma sér í sama klandur og Derek og tekur bróðir sinn sér til fyrirmyndar.


Það sem mér fannst töff við myndina er hvernig sagan er sögð, við sjáum myndina í einhvers konar tveimur hlutum, í einum hlutanum sjáum við hvernig sögunni eftir að Derek kemur út vegnar og hinum parti sögunnar, sem sýnt er svarthvítt, eru endurminningar Danny (Furlong) og Derek (Norton) sem er mjög töff.


Myndin er án efa með betri myndum Norton og leikur hann af tærri snilld, en ekki má gleyma stórleik Furlong sem gerir ekker verr en kumpáni sinn Norton. Myndin endar á ótrúlegan hátt og er ekki laust við að þeir hörðustu felli tár í lokin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Guð þessi mynd er málið, Stephen King semur hér magnþrungna sögu sem heldur manni allan tímann frá byrjun til enda.


Tom Hanks fer með hlutverk fangavarðar í Cell Block D sem er dauðadeildin í fangelsinu. Tom hefur séð margan manninn fara og sinnir sinni vinnu manna best. Þegar ákveðin fangi kemur til hans til lífláts fara skrýtnir hlutir að gerast, maðurinn er ekki allur sem hann er séður. Tom fer að efast um manninn og magnþrungin hringrás fer af stað.


En þegar að aftöku kemur hjá fanganum sem um er rætt þá fara hjólin að snúast....


Þessi mynd er með betri myndum síðari ára og er án efa stökkpallur Michael Clarke Duncan upp á frægðartindinn, hann er hreint út sagt brilliant í þessari rullu.


Sjáið þessa og grenjið....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Forrest Gump
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Erfitt er að veita mynd fullt hús en Forrest Gump hefur þá eiginleika kvikmyndar í að fá skilið fullt hús stiga.


Við kynnumst Forrest nokkrum Gump sem býr í Alabama, hann situr einn góðan veðurdag á bekk og bíður eftir strætó, hann hittir fólk sem sest honum við hlið og segir fólkinu sem og áhorfandanum ævisögu sína. Raunarsögur Forrests eru magnþrungnar, allt frá vígvöllum Víetnam til borðtennismóts í Kína. Tom Hanks lífgar þessa persónu svo vel við að maður hættir í raun að sjá Tom Hanks sem hann sjálfan og fer að ímynda sér að hann sé í raun Forrest Gump.

Forrest Gump er án efa með 10 bestu myndum allra tíma og mun hún ávallt lifa sem hugljúf saga hlédrægs manns í samfélagi Ameríku. Ég fer ekki mikið að rýna í söguna sjálfa og læt kyrrt við sitja, en einning má segja að Gary Sinise sé hér í sínu besta og áhrifaríkasta hlutverki sem Lautinaut Dan, hann gerir persónuna ódauðlega í myndinni og gæðir hana meira lífi en flestir höfundar hefðu líklega ímyndað sér.


Topp mynd - Topp leikarar og frábær skemmtun fyrir ALLA unga sem aldna. Ég sá hana fyrst þegar ég var 8 ára og ég var svo snortinn að ég hef líklega séð hana um 30 sinnum síðan þá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Braveheart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík sýning. Mel Gibson fer hér með glæsilegt hlutverk goðsagnarhetjunnar William Wallace í baráttu sinni við Englendinga.


Leikstjórnin er í höndum Gibson og er hún engu síðri en leikurinn sjálfur. Myndin hefur drama, húmor, ástaratlot og margt annað skemmtilegt sem og frábærar bardagasenur. Myndin sýnir manni grimmd Englendinga á þessum tímum og hrottaskap þeirra í garð Skota, enda er hún byggð á þessari sögu um hetjuna frægu.

Ég get vel sagt að þetta sé ein af mínum uppáhaldsmyndum og mæli ég með þessari mynd fyrir alla söguáhugamenn og áhugamenn um bardagamyndir og tragedíur.


Gibson er ódauðlegur í þessu hlutverki og fær hann 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Secret Window
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Johnny Depp sýnir hér enn og aftur að hann er stórleikari. Við kynnumst rithöfundi sem hefur skorið frá nútímasamfélagi og hýrist í kofa út buskanum.

Depp hefur átt í skilnaði við fyrrverandi konu sína og er hann í sífelldu þunglyndi sem dagurinn líður. Einn daginn kemur til hans maður(Turturo), mjög dularfullur, og segir hann að Depp hafi stolið af sér sögu, Depp kannast ekkert við það og fer að rannsaka málið. Það sem hann kemst að og það sem á eftir kemur er tvímælalaust óséð og hafði ég ekki græna glóru um það hvernig myndin myndi enda.


Þessi mynd er ein af þeim sem heldur manni allan tímann og er maður sífellt að pæla í henni, það sem maður fær í andlitið í lokin er vel biðinnar virði, en mér fannst þó endirinn ekki eins góður og myndin var búin að byggja upp, hefði getað verið betri. En Depp fær kredit fyrir leik sinn og er hann án efa með betri leikurum í dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blindsker
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bubbi hefur fyrir löngu síðan sungið sig inn í hjörtu landsmanna með slögurum sínum á borð við Stál og hnífur og Afgan. Hér er sögð lífreynslusaga meira en ævisaga Bubba, hér er rýnt í neyslu hans í fíkniefnum á fyrri árum og erfiðleika hans í lífinu. Hér fáum við að sjá hvað þessu snillingur gekk í gegn um um ævina og hvað varð til þess að hann samdi hitt og þetta lag. Fallegasta augnablikið í myndinni er án efa þegar Bubbi gengur inn í æskuíbúð sína í Vogunum og segir sögur hvernig heimilislífið var í hans fjölskyldu, fyndnasta er hins vegar þegar hann leiðir okkur í gegnum Kassagerðina og segir frá samstarfsfélögum og reynslu sinni þar sem starfsmaður. Allir íslendingar ungir sem aldnir eiga að sjá þessa mynd og sjá hvað kóngurinn okkar hefur gert í lífinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eternal Sunshine of the Spotless Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá vá vá, hér fer allt sem maður hugsar um heiminn til fjandans. Í þessari stórglæsilegu mynd fer Jim Carrey á kostum sem hlédrægur og einfaldur gæi sem skrifar í dagbókina sína í hversdagsleikanum. Einn daginn rekst hann á stúlku sem hann heillast af og upp hefst ástarsamband, það sem gerist svo er að hann kemur einn daginn til hennar eftir rifrildi á milli þeirra og ætlar að reyna að biðjast fyrirgefningar, honum til mikillar undrunar og áhorfendum man stúlkan ekkert eftir honum, Carrey fer að hugsa og trúir ekki sínum eigin augum. Eftir þetta fer mögnuð hringrás í gang sem enginn kvikmyndaáhugamaður má missa af. Án efa ein af betri myndum Carrey og er hann með þessari mynd hér að viðbættum Majestic og Truman Show að sýna það sem hann reyndi að sýna okkur öllum að hann er ekki bara einhver trúður... hann er leikari með meiru. Þessi mun sveipa ykkur í burtu....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I, Robot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

I Robot, það sem ég hugsaði fyrst, þessi mynd getur ekki verið töff, en mér skjátlaðist, hér fer Will Smith með hlutverk lögreglumanns í framtíðinni sem rannsakar dauða aðalvísindamanns og frumkvöðul NS-5 vélmennanna sem áttu að endurbæta gömlu týpurnar af vélmennum í heiminum. Smith kemst að ýmsu um framleiðslu vélanna og í leiðinni fara vélmennin að taka yfir, vélmennin hafa galla sem ekki var gert ráð fyrir í framleiðslu þeirra. Upp úr þessum galla í vélunum hefst mikill hasar sem aldrei sýnist ætla að taka enda, Smith fær þó hjálp frá vélmenninu Sonny sem er frumtýpan af NS-5 vélmennunum. Myndin hefði getað verið betri en vélmennin eru mjög töff og uppfylla alveg standardanna sem ég setti fyrir til að halda raunveruleikanum í þessu. En mér finnst samt að Smith mætti fara að íhuga aðrar persónur heldur en hasarlöggur að eltast við bófa, hann er svolítið fastur í sömu persónunni. En ég mæli eindregið með að fólk sjái myndina því hún er öflug, mikill hasar, flottar brellur, húmor inn á milli og svona smá plot með í þokkabót.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Santa
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bad Santa er tvímælalaust með fyndnari myndum ársins 2004, skartar engum öðrum en Billy Bob Thornton í aðalhlutverki. Myndin fjallar um krimma tvo sem dulbúa sig sem sveinki og álfur í verslunarklassa um jólin en áform þeirra eru að ræna verslunarklassann seinasta daginn. Það sem mér fannst best við myndina var strákurinn litli sem þjösnast við að trúa að Billy Bob sé hinn ekta sveinki og bíður honum heim til sín til að vera. Þessa mynd ættu allir að sjá og er lítið um drama eða rómantík nema bara þá rétt í lokin eins og gengur og gerist í flestum jólamyndum, a must see eins og maðurinn sagði !!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Surviving Christmas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sá SC annan í jólum vissi ekkert hvað ég væri að fara að sjá en viti menn ég var heillaður, engar væntingar bera alltaf gott í skauti sér. Við kynnumst Drew (Affleck) sem er ríkur hugmyndasmiður stórs fyrirtækis og ákveður eftir rifrildi við unnustu sína að vera ekki einn um jólin, hann tekur þá upp að fara á sínar æskuslóðir eftir ráðum sálfræðings kærustu sinnar, hann fer á æskuslóðir sínar og fer eftir ráðum sálfræðingsins, en áttar sig ekki á því að ný fjölskylda er þar niðurkomin, Drew ákveður eftir umhugsun að leigja fjölskylduna út yfir jólin og eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar að þessu sinni. Upp hefst mikill húmor og hlátrasköll og á myndin vel skilið sæti á lista góðra jólamynda, ég hugsaði áður en ég hélt á myndina að Affleck gæti nú varla gert gott í jólamynd, en mér skjátlaðist mjög svo og fer hann með góða rullu í þessari stórskemmtilegu mynd. Mæli með henni fyrir fjölskyldur sem kærustupör og alla þá sem hafa gaman af fyndnum vitleysum í jólaanda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Elf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja ég skellti mér á laugardaginn í bíó með 4 ára frænku minni og hún vildi endilega sjá Álf eða Elf eins og myndin heitir. Ég skellti mér með og ætlaði bara að leggja mig á meðan vegna þess að ég vildi mikið frekar sjá myndina fyrst á ensku. En út kom þessi magnaða skemmtun á tímabili sem hæfir allri fjölskyldunni jafnvel þótt að Felix Bergsson sé Will Ferrell í myndinni. Myndin hefur jólaanda og kemur manni alveg í rétta jólaskapið ég mæli með ELF fyrir allar fjölskyldur sem vilja fara í bíó saman og eiga góðan dag saman gamlir sem ungir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Thirteen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sá Thirteen í gær í Regnboganum og ég verð að segja að þessi mynd kemur ágætlega á óvart. En hún segir frá ungri fallegri stúlku (13 ára) alin upp af móður sinni ásamt bróður sínum Mason. Stelpan (Tracy) er hálfgert nörd fyrir sjálfum sér og er til í að gera allt til að fá athygli vinsælustu stelpunnar í skólanum (Evie). Loks nær hún athygli hennar þegar hún rænir konu á götu fyrir framan hana. Evie og Tracy gerast bestu vinkonur, en Evie er ekki sá engill eins og flestir sjá hana, hún kennir Tracy að djamma og eftir stuttan tíma eru þær komnar í steypu.

Holly Hunter leikur móðir Tracy (MEL) og verð ég að segja að hún stendur sig alveg frábærlega í þessu hlutverki.


Endilega kíkjið á þessa mynd í Regnboganum og sjá hvernig er að vera 13 ára táningstelpa í dag s.s. allt gert fyrir vinsældir.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Matchstick Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Matchstick Men er ein af þeim óvæntustu myndum sem ég hef séð. Ridley Scott kemur hér með snilldarmynd sem allir eiga eftir að hafa gaman af. Roy(Cage) er ráðvilltur svindlari og er hann og félagi hans Frank(Rockwell) snillingar í sínu fagi (svindli). Roy er með sjúkdóm sem skilgreinist af því að hreinlætisfóbía og útidyrafóbía eru aðalvandamálin. Læknir hans sem útvegaði honum ólöglega lyf fyrir þessum vandamálum hefur flutt sig um set og engin veit hvar hann hefur komið sér fyrir. Roy fær kast og fer til sálfræðings til að fá lyfseðil. Sálfræðingurinn grefur upp úr honum mikla fortíðarsorg og nær að opna Roy alveg upp á gátt. Sálfræðingurinn leitar uppi konu hans og barn og kemur Roy og dóttur hans Angelu saman á fund. Roy reynir að leyna sinni persónu fyrir dóttur sinni, en það reynist erfiðara en að segja það. Upphefst allsherjar gaman og spenna og kemur þessi mynd mjög á óvart.


Endilega skellið ykkur á þessa mynd í bíó sem fyrst. Ekki missa af henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei