Gagnrýni eftir:
Collateral0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég á varla orð yfir þessari mynd! Ég hafði hlakkað töluvert til að sjá þessa mynd og verð ég að viðurkenna að ég fór með nokkrar væntingar á hana. Því er skemmst frá að segja að það er mjög langt síðan mér hefur leiðs eins ofboðslega í bíó. Við þá sem eru að spá í að sjá myndina vil ég benda á að horfa bara á trailerinn því að það gerist akkurat ekkert meira í myndin en í annars ágætum trailer.
Já eða eins og einn vinur minn sagði Næst þegar þú ætlar að draga mig á Tom Crusie í bíó þá vil ég benda þér á að það er nóg til að leiðinlegum myndum með honum á næstu leigu
Hann stóð svosem alveg fyrir sínu í myndinnim hélt alveg uppi coolinu sem kakterinn átti að búa yfir en hann fékk bara ekkert meira til að vinna úr. Myndin bauð ekki upp á neitt.
Ég skil ekki hvað leikstjórar og klipparar vilja með því að toga og teygja allar myndir yfir 100 mínúturnar þessa dagana. Þessi mynd hefði átt pínu séns sem rúmar 80 mín. en ekki meira því að sagan var akkurat ekkert... engin twist and turns bara hvert fyrirsjánlegt atriðið á fætur öðru með alltof löngum sló-mó klippum sem minntu hellst á baywatch eða lélegt tónlistarmyndband.
Svo toppar myndin sig alveg í lokin með þykku lagið af Hollywood smjöri....
Hreint út sagt sorgleg mynd!
Driven0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að viðurkenna að ég fór á þessa mynd með því hugarfari að hún væri ekkert spes, ég taldi víst að þetta væri svona lumma með flottum skotum, flottum bílum, flottu fólki etc. Þó svo að ég hafi gert mér grein fyrir því frá upphafi að söguþráðurinn yrði ekkert voðalega spennandi þá bjóst ég í alvörunni við einhverjum söguþræði en viti menn ÞAÐ ER ENGINN SÖGUÞRÁÐUR Í MYNDNINNI! Satt best að segja efast ég um að Renny Harlin hafi unnið eftir handriti, myndin er bara einn stór trailer, eða kannski öllu heldur tónlistarmyndband. Ef maður hefur einhvern pínulítinn áhuga á bílum þá veður maður verulega skapíllur að horfa á þessa þvælu þar sem menn virðast hafa ca 40 gíra þar sem þeir geta alltaf gírað niður og komist framúr já eða þá fundið með sér andlegan styrk og þotið þannig framúr. Atriðið sem er í trailernum af myndinni þar sem bílarnir sjást keyra um miðbæ Chicaco, kræst ég þarf ekki að segja meira um það! Þessi mynd er svo léleg að hún er næstum því athygliverð fyrir það.

