Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Serenity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sjaldan hafa sést jafn vandaðir sjónvarpsþættir í SciFi geiranum og Firefly þættirnir. Því miður voru þeir of dýrir og Fox hætti með þá eftir einungis ár. Framleiðandi þeirra snéri sér þá til kvikmyndafyrirtækjana og bjó til kvikmynd um þá að nafninu Serenity.



Serenity fjallar um hóp fólks sem ferðast um á geimskipinu Serenity og framkvæmir ýmis verkefni sem flest eru mis lögleg. Í skipinu er ung kona sem er partur af vísindatilraunum ríkisins á flótta og við komumst að því gegnum myndina hvað var gert við hana og af hverju svona mikið kapp er lagt á að drepa hana.



Fyrsti partur myndarinnar er má óreglulegur og minnir aðeins um of á sjónvarpsefni. En eftir smá stund nær myndin fullum skrúða og setur sig á stall sem ein besta vísindaskáldsaga sem sett hefur verið uppp á kvikmyndað form. Sagan og allt í kring er nógu jarðbundin til að vera hæf til að skemmta bæði aðdáendum og hið venjulega fólk. Án efa ein besta mynd sem komið hefur út það sem af er þessa árs.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alexander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er langt síðan maður hefur séð alvöru kvikmynd. Ég var orðinn svo þreyttur á endalausum stríðsmyndum á borð við Troy og fleiri þar sem leikstjórinn ákveður að hafa kvikmyndina samasafn action atriða. Þessi action kvikmyndagerð hefur svosem sína hillu en það er of mikið um að góðar sögur séu notaðar sem auglýsingamiði fyrir stórt bardagaatriði.



Alexander er ekki svoleiðis mynd. Sýnt er úr fysrsta og síðasta bardaga hans og er vel gengið frá því. En Oliver Stone gerir sér grein fyrir að þetta er kvikmynd um Alexander. Ekki Einn af bardögum hans. Og maður fær virkilega að kynnast persónunni og hvað gerði hann að þeim manni sem að mestu herstjórar sögunnar hafa byggt sína herkænsku á. Frá Napoleon til Patton. Allir byggðu herkænsku sína á þessum merka manni en maður vissi það. Og maður vissi um bardaga hans. Og allger óþarfi að fara meira útí það. Þess í stað kynnist maður samskiptum hans við móður og föður. Samskiptum hans við vini sína og hvernig þessi samskipti breytast eftir því sem lengra liggur á hans stutta líf.



Hún var nokkuð of löng en frágángurinn er eins og maður á von á frá þessum frábæra leikstjóra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei