Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Bruce Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var búinn að bíða spenntur eftir að sjá þessa mynd og hafði séð trailerinn og hugsaði með mér að þetta er frekar heimskuleg og barnaleg hugmynd að handriti en virtist eins og hún gæti samt virkað. Jim Carey er alltaf góður og gæti alveg gert þetta allt samna einn. Fyrri hluti myndarinnar var alveg eins og við mátti búast út frá trailernum en svo var eins og þeir sem gerðu þessa mynd hafi gleymt því að þeir væru að gera grínmynd. Það voru alveg varúðarmerki sem sögðu manni að myndin mundi enda í mikilli væmni og má þá einna helst nefna mjög svo tilgerðaleg væluatriði þar sem Jim Carey steytir hnefann upp í loftið og kennir guði um það sem hefur farið mis í lífi sínu. Eftir hlé kemur svo sprengjan. Þá var ekki eitt fyndið atriði. Bara eitthvað endalaust uppgjör perónunnar við guð og lífið. Miðað við hversu þunn þessi hugmynd var þá hefði myndin getað verið svona hálftími að lengd. Mér finnst ég allt of örlátur í stjörnugjöfinni en það er kannski vegna þess að þetta var ágætis skemmtun framan af.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei