Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Chicago
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Chicago er mynd sem maður verður að sjá! þ.e ef þér þykir gaman að rífast við fólk sem segir að hún sé góð. Hún virtist vera um 600 mín. sem hefði verið hægt að stytta niður í 20 mín ef maður hefði getað hraðspólað filmuna. Skemmtanagildi myndarinnar er nákvæmlega ekki neitt. Útlitið er flott enda þarftu að vera frekar slæmur tökumaður/leikstjóri til að ná að klúðra því á svona budgeti. Frekar tæki ég leið númer 5 frá mjódd niðrí vesturbæ 10 sinnum heldur en að sjá hana aftur. ps. ef þú hefur ekki gaman af því að rífast við fólk þá skaltu ekki einu sinni taka hana á video.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei