Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



End of Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, en sú vonbrigði! Allt í lagi, það er allt í lagi að hafa þetta trúarkjaftæði og guð vs. djöfullinn og allt það. En come on! Þetta er soddan hrikaleg vella að annað eins hefur ekki sést í langan tíma. Svartnaggurinn getur ekki grátið og það eru stóru mistökin sem leikstjórinn gerir. Arnold á svo bátt af því að konan hans og dóttir voru drepnar. Og þið sem hafið séð myndina, spiladósin. What the fuck!! Svo með "frumlegheitin". Þegar við sjáum Jericho fyrst þá er hann með byssuna í kjaftinum og ætlar að skjóta sig. Hefur einhver séð Lethal Weapon? Ein af fyrstu senunum með Riggs er þannig að hann ætlar að skjóta sig í dimmu herbergi, ein kúla í hlaupinu, hann grætur o.s.frv. Þetta eru eins atriði. Svona er myndin öll. Eftirhermur og klisjur aftur og aftur. Hryllingur. Það ógeðslegasta við myndina er hún sjálf. Það eina góða við myndina er Byrne sem er þéttur sem djöfullinn. Annars ekkert!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei