Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Alexander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það sem er á ferðinni hérna er myndin Alexander eftir hin fræga Oliver Stone. En leikstýrði hann meðal annars Platoon frá 1986. Þótt maður bjóst ekki við miklu, bjóst ég heldur ekki við svo litlu. Þessi mynd nær engan vegi að halda athygli þinni, og verður maður þreyttur þegar á hana líður. Bardaga senurnar geta látið hárin rísa á vissum stöðum en eru alls ekki fullnægjandi og frekar illa gerð að mínu mati. Myndataka í þessari mynd finnst mér alls ekki nógu góð heldur.


Þessi mynd fjallar jú um hinn mikla Alexander og hans ævintýri. Þegar hann tekur yfir Babylon, og ferðast til Indíu. Sýnir einnig hans afrek sem yngri maður. Þegar faðir hans var myrtur tók Alexander yfir. Og fer maður að halda að móðir hans Olympias sé bak við það miðað við hversu rugluð hún var. Annars er þetta mynd þar sem Alexander leiðir her sinn í gegnum heiminn og sigrar óvini sína hér og þar. Einnig bætast við svik, en margir vilja hann feigan þegar ákvarðanir hans verða skrítnari og skrítnari.


Þótt að þessi mynd sé byggð á sönnum atburðum get ég ekki annað en að velta því fyrir mér að eitthvað sé ekki fullkomið. Hef ég aflað mér þeirra upplýsinga að faðir Alexander í myndinni (Val Kilmer) var alls ekki slíkur maður sem myndinn sýnir hann. En til að segja þetta í stuttu máli, þá er þessi mynd heil ósköp af sögulegum atburðum gerð svo leiðinleg að þessi mynd á ekki skilið meira en eina og hálfa stjörnu, og geri ég það í virðingarskyn við Oliver Stones.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Freddy vs. Jason
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð mynd. T.d þá eru tækni brellurnar miklu betri en í gömlu nightmare og fridayy the 13th myndunum. Málið er að Freddy fæðist á ótta krakkana á elm street en þegar þeir læra að hætta að óttast hann verður hann veikleika og getur ekki snúið aftur. Þess vegna fær hann Jason til að fara til elm street þannig að allir muna. Þegar krakkarnir fá martraðir aftur er Freddy í stöðu til að snúa aftur. En þegar Freddy er kominn aftur og tilbúinn að sjá um krakkana sjálfur vill hann að Jason hætti að drepa. En Jason vill alls ekki hætta.


Mögnuð mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei