Gagnrýni eftir:
Baise-moi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ja, ég veit ekki. Þeir hjá Regnboganum fá nú allavega punkt fyrir markaðssetninguna. Ég er nú gamall perri svo að mér fannst þessi mynd svona allt í lagi. Ég held nú samt að það hefði verið hægt að gera betri mynd um sama efni en sleppa versta kláminu og ofbeldinu. En reyndar gerir þessi mynd útá það. NB! Ég held það hafi verið þrjár konur í bíó þegar ég fór en fullur salur af körlum.
Braveheart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klassamynd. Frábær leikur, nema kannski helst hjá Gibson sem stundum minnir um of á ameríska súperhetju. Bardagaatriðin eru frábær og trúverðug. Væri gott að sjá fleiri svona.
A Clockwork Orange
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég var búinn að bíða lengi eftir að sjá þessa mynd, þannig að vonirnar voru kannski of miklar. Samt sem áður er þetta mjög góð mynd. McDowell er hreint frábær en því miður lék hann eiginlega aldrei annað hlutverk eftir þetta. Ég hugsa að ég megi aldrei heyra í Gene Kelly aftur án þess að mér detti þessi mynd í hug. Eftirá spyr maður sjálfan sig, hvernig datt Kubrick í hug að gera þessa mynd? Á hvaða lyfjum var hann?