Gagnrýni eftir:
Tumi Þumall og Þumalína
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta sívinsæla ævintýri H.C.Andersen er hér komið í nokkuð sérstakri teiknimyndaútfærslu en þó með íslensku tali. Bakgrunnshöfundar myndarinnar eru um 80 manns auk hundruð annarra teiknara, en miðað við þann fjölda hefur ekki tekist nógu vel til og áhrifin engan veginn hrífandi miðað við umfjöllunarefnið. Frágangur á teiknimyndapersónum var ekki nógu sannfærandi og lítil tengsl við þá mynd sem undirritaður hefur af aðalpersónum ævintýrisins 35 árum eftir fyrsta lestur þess. Heildarmyndin er nokkuð hrá fyrir kröfuharða teiknimyndaraðdáendur og alltof lítið unnið með þrívíddareiginleika og nákvæmishreyfingar teiknimyndapersónanna. Það sem skemmir endanlega möguleika á jákvæðri upplifun áhorfandans er digitalupplausnin í myndinni sem var alltof gróf og litarugluð, sérstaklega fyrir þá sem sitja fremst í salnum. Eina stjörnu fær þessi mynd (saga) fyrir íslenska talið.