Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd sem er nánast gallalaus. Neo (Keanu) er aðeins ýktur eða kannski stundum meira en aðeins. Ég hef ekkert að segja um leik leikaranna annað en það en hann var bara með ágætum góður svo ég muni(það er dálítið síðan ég sá myndina). Það eina sem ég hef virkilega eitthvað til að setja út á er þegar Neo hefur sig til flugs ef svo má segja, þá setur hann sig í þessa fáránlegu stellingu og svo skýst hann upp og jörðin fyrir neðan hann bylgjast öll. En það líður fljótt og rifjast ekki upp fyrir en eftir myndina svo að það eiðileggur ekki neitt nema tækifærið til að á fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fá er orð eru til á þessu fallega tungumáli sem lýsa þvílíkri snilld. Ég hef horft á þessa himnesku mynd örugglega yfir 30 sinnum og hún er allaf jafn góð og þar eiga stórleikur og snilldarleg leikstjórn stóran þátt. Það er hægt að horfa á atriðin með Fróða án þess að hafa hljóð og lesa allar tilfinningar úr augunum. Eina myndin sem kemmst nálægt þessari er LOTR:TT og get ég ekki gert upp á milli hvor þeirra er betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spy Kids 3-D: Game Over
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hinar myndirnar um ungu spæjarana Juni og Carmen(held ég)voru miklu betri en sú þriðja enda þarf ekki mikið til. Afar óspennandi söguþráður sem hefur nánast ekki fyndið atriði falið í sér. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum en þar gerði þrívíddin talsvert til að bæta það upp. Leikararnir standa sig þó vel og hafa ekkert með það að gera að myndin er svona léleg. Ég efa að einhverjir aðrir leikarar hefðu getað bætt eitthvað úr þessu litla og lélega efni. Útkoman er sem sagt: Léleg mynd með hryllilegan söguþráð og afar lélegan húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei