Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar kom að hléinu var ég fyrir vonbrygðum með myndina. Sat ásamt vinum mínum og bar myndina saman við þá fyrri. Ég er líka ein af þeim sem þoli ekki hlé í bíó, hlé skemmir oft uppbyggingu myndarinar. Þegar búið er að byggja upp spennu er allt í einu hlé. Myndinn byrjar hægt, og gerist afskaplega lítið fyrir hlé, það að fá endalaust magn af peningum fyrir þessa mynd, gerði hana ekki betri en eitt. Sem dæmi var bardagatriðið við Smiths of langt. Síðan var það dans/ástaratriði eins og tónlistarmyndband á popptví. En eftir hlé byrjar myndin fyrir alvöru

Að öðru leiti er ekki hægt að finna neitt mikið annað af myndinni. Það sem situr eftir er góð mynd, því sagan er góð. Það er hlutur sem gleymist stundum í framhalds myndum, en þessi er góð.

Það sem skemmir fyrir bardagatriðunum eru aðrar myndir en Matrix sem eru búnar að taka þessi atriði og gera að sínum eiginn, þannig að ég er orðin aðeins leið á að horfa á slagsmálatriði í þessum dúr, búið að gera þetta aðeins og oft. Samt sem áður eiga þau best heima í þessari mynd. Þar sem lögmálinn þyngdarafls eru ekki fullkomin í tölvuheiminum.

Það góða við framhald er að maður þekkir heiminn, það þarf ekki að útskýra hvernig teingslin eru milli þessara beggja heima. Heldur halda áfram með söguna, og sagan er fín. Söguþráðurinn kom mér aðeins á óvart en ég passaði mig á því að lesa enga spoilera, né horfa á trailera úr myndinni. Mæli tvímælalaust með þessari mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reality Bites
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Reality Bites er tekin að hluta í heimildar myndar stíl. Lelaina Pierce (Winona Ryder) er ný útskrifuð úr einhverskonar kvikmyndarnámi og er að gera heimildar mynd um vini sína. Ásamt því að vinna á sjónvarpstöð, sem aðstoðarmaður við morgun þátt sem aðalega gamalt fólk horfir á. Stjónandi þáttarinns er Grant Gubler (John Mahoney, þekkastur í dag fyrir að leika pabba Frasier). Hún er ekkert sérstaklega ánægð með vinnuna sína. Lelaina leigir íbúð með bestu vinkonu sinni Vickey. En Vickey heldur bók yfir nöfn á strákum sem hún hefur sofið hjá. Þessi mynd eru vina hóp Lelainu og örlög þeirr. Tónlist er stór partur af myndinni enda er ein af aðalsöguhetjum myndarinnar tónlistarmaður og Ben Stiler leikur framleiðanda á sjónvarpstöð sem sýnir eingöngu tónlsitarmyndbönd. Þessi mynd lýsir því hvernig að er að vera 22 ára og vita ekki hvað maður á að gera við líf sig.

Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds myndum. Ég fékk mér hana nýlega á DVD og er búina að horfa á hana nokkrum sinnum. Því miður er lítið sem ekkert auka efni á disknum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scooby-Doo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þar sem ég get horft á Buffy þættina endalaust áhvað ég að sjá þessa mynd. Myndinn er byggð á sjónvarpsþáttunum Scooby-doo sem fjalla um fjórum vinum og hundi sem rannsaka furðuleg mál. Flest málinn sem þau rannsaka virðast yfirnáttuleg en kemur svo í ljós að einhver er að nýta sér hræðslu fólks við yfrinátturlega hluti. það er einnig í þessari mynd. Daphne er leikin af Söruh M. Geller (sem lekur Buffy í samnefndum þáttum), fer ágætleg með sitt hlutverk enda minnti Daphne stundum einum of mikið á Buffy. Flestir skila sínu vel, enda ætlast til að flestum að vera ýktir persónuleikar. Freddie Prinze Jr.leikur Fred, én hann er uppfullur af sjálfum sér og tekur heiður af hugmyndunum hennar Velmu. Síðan er það Shaggy, sem hangir með hudninum Scooby Doo og þeir keppast við að slá hvorn annan út í vitleisu

Fyrir þá sem ætla að fá uppljómun við að horfa á kvikmynd mæli ég með að sniðganga Scooby - Doo alveg. Þess mynd er barnamynd, og sem slík er hún fín. Ég mæli með henni fyrir krakka frá svona 8 ára aldri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei