Gagnrýni eftir:
Twelve Monkeys0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skellti mér á DVD eintak af myndinni um daginn, enda langt síðan maður hafði horft á ræmuna. Fyrst þegar ég sá myndina þegar hún kom út var ég ekki alveg sannfærður en svo hefur maður horft á hana nokkrum sinnum og alltaf verður hún betri og betri. DVD eintakið af myndinni er svo sem ágætt og nokkuð löng heimildamynd um myndina fylgir (yfir 70 mín!). En að myndinni sjálfri, söguþráðurinn er nokkuð flókinn og ætla ég ekki að fara út í hann hér nema að litlu leyti. Taka verður þó fram að myndin fjallar um endalok siðmenningar að mörgu leyti og því verðugt umfjöllunarefni á þessum síðustu og verstu tímum. Lyktalaus veirusýking er vopnið (örugglega ekki svo ólík miltisbrandinum fræga um þessar mundir) sem ætlað er að stúta heiminum ef svo má segja. Bruce Willis lifði það af sem barn og hann er sendur aftur í tímann ca. 30 árum seinna og ætlað að bjarga heiminum. Brad Pitt leikur upphafsmann samtaka sem kenna sig við 12 apa og er ætlað að þeir hafi hafið þessar hörmungar. Madileine Stowe leikur sálfræðing sem er eina manneskjan sem trúir Bruce Willis þó hún hafi sínar efasemdir( ég meina hver myndi það ekki ef einhver nutcase eins og Bruce Willis segðist hafa komið aftur í tímann til að bjarga honum frá tortímingu!!). Söguþráðinum er snilldarlega fylgt eftir af meistara Terry Gilliam og efast ég um að einhver annar leikstjóri hefði náð að gera þessa mynd jafnvel og hinn skrýtni Gilliam. Gífurlega athyglisverð mynd að öllu leyti og skemmtilegar, mjög sjónrænar pælingar sem koma fram um framtíðina. Fjórar stjörnur.
Se7en0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Seven er tvímælalaust ein af hrottalegustu og flottustu myndum sem ég hef séð. Plottið í endann er alger snilld og á sér ekki hliðstæðu. Leikurinn hjá þeim Brad Pitt og Morgan Freeman er frábær en Kevin Spacey gjörsamlega stelur af þeim senunni í þann hálftíma eða svo sem hann er á skjánum. Mynd sem maður getur horft á aftur og aftur án þess að fá leið á, verður jafnvel betri með árunum ef eitthvað er. Á fjórar stjörnur 100% skilið og er skyldueign hjá öllum kvikmyndaáhugamönnum.

