Gagnrýni eftir:
Pocahontas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein fallegasta teiknimynd Walt Disney frá upphafi. Hér hafa meistarar teiknimyndanna vakið til lífsins eina mikilvægustu og þekktustu sögu Bandaríkjanna. John Smith kemur til Nýfundnalands ásamt fullu skipi af Englendingum og hittir fyrir indjánaprinsessu að nafni Pocahontas. Þetta er upphafið að tilfinningaríku ævintýri hláturs, tryggðar og ástar. Við hittum fyrir þvottabjörninn Mókó og kólibrífuglinn Flögra ásamt öðrum stórskemmtilegum dýrum. Pocahontas tókst á við ýmis vandamál í stórbrotnu landslagi fyrirheitna landsins. Eyfura amma kemur henni til hjálpar á örlagastudu og kennir henni að hlusta á hjarta sitt og hlýða því. Tónlist skipar veigamikinn þátt í Pocahontas og hlaut hún Ósakarverðlaunin fyrir bestu tónlistina og besta lagið, Colors of the Wind árið 1995. Láttu þetta meistaraverk ekki fram hjá þér fara.