Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Office Space
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni mjög góð mynd og kom það mér mjög á óvart, bjóst ekki við miklu. En strax í upphafsatriðinu, umferðaröngþveitinu, þá grípur myndin athygli manns, sérstaklega þegar hvíti forritaranördinn er að rappa og svartur maður labbar framhjá...jæja, þú verður bara að sjá myndina sjálf(ur) til að skilja hvað ég meina. Þrjár og hálf stjarna, tek hálfa stjörnu frá vegna þess að myndin á það til að detta niður annað slagið, en ekkert sem háir myndinni alvarlega...svo verð ég að segja það, treilerinn sagði ekkert til um myndina sjálfa, þessi mynd kenndi mér að treysta þeim ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Groundhog Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bill Murray fer á kostum í þessari mynd...hér leikur hann fúllyndan veðurfræðing sem er greinilega ekkert ánægður með líf sitt. Örlögin taka í taumana og láta hann upplifa sama dag aftur og aftur. Þessi mynd er þannig að annað hvort hefurðu gaman af henni eða ekki, ég hafði gaman af henni enda verð ég að teljast orðinn Bill Murray fan...fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Man Who Knew Too Little
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar Bill Murray er lélegur, þá er hann lélegur. Þegar Bill Murray er góður, þá er hann frábær. Þetta er ein af þeim myndum þar sem hann er frábær og get ég horft á hana aftur og aftur. Það liggur við að hún slái út Groundhog Day, sem er önnur snilldarmynd með Bill. Hérna leikur hann hálfgerðan einfelding, sem maður fær strax samúð með. Hann fer í heimsókn til bróðurs síns sem býr í Englandi, en bróðir hans hefur ekki tíma fyrir hann og sendir hann í raunveruleikaleikhús og þá fer að hitna í kolunum því hann flækist inn í plott sem er einum of raunverulegt fyrir hann. Þetta er snilldarmynd, með engum galla sem ég man eftir, þannig að ég verð að gefa henni fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Top Secret!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stutt og laggott, ein besta gamanmynd sem ég hef séð, ég ligg í krampa alltaf þegar ég sé hana. Þessi mynd er í sama flokki og Monty Python myndirnar þó húmorinn sé vissulega allt öðru vísi. Þessi húmor er sami og í Airplane og Naked Gun og að ég best veit er þessi mynd frumkvöðull í þessari tegund húmors. Val Kilmer er pottþéttur í myndinni þar sem hann leikur Bandaríska rokkgoðið sem fer í tónleikaferð til Austur-Þýskalands á dögum kalda stríðsins, en mitt uppáhaldsatriði eru Þýsku íþróttakonurnar og að sjálfsögðu bókasafnsatriðið en það atriði er erfitt að toppa. Verst þykir mér hvað maður á orðið erfitt með að nálgast þessa mynd, vona að hún verði endurútgefin fljótlega aftur og þá mun ég kaupa hana, ekki spurning. Fjórar stjörnur, því ef það voru einhverjir gallar á þessari mynd, þá tók ég ekki eftir því, afþví ég ligg alltaf í krampa á stofugólfinu þegar ég horfi á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Desperado
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ja, hvað skal segja...þetta er mynd sem ég hef horft á nokkrum sinnum og má með sanni segja að hún sé ein af mínum uppáhaldsmyndum. Hasarinn og sprengingarnar eru náttúrulega ekki fyrir alla og yfirleitt ekki fyrir mig...EN jú með skemmtilegum stíl og að mínu mati skemmtilegum söguþráði þá náði þessi mynd athygli mína frá fyrstu mínútu...ATH: muna að kaupa þessa mynd á DVD...úps, þið sjáið hvað ég er með skemmda athygli, þannig að þetta getur ekki verið annað en frábær mynd. Ég var reyndar búinn að ákveða að gefa henni ekki fjórar störnur en datt ekki í hug neitt sem gat dregið myndina niður, þannig að fjórar stjörnur skal það vera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Postman Pat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndir sem koma á óvart eru oft bestar, eins og kom í ljós með þessa mynd. Mér hefði alldrei dottið í hug að taka mynd sem fjallar um klappstýrukeppni. Þannig var að ég var í heimsókn hjá kunningja mínum eitt hvöldið um jólin og dauðleiddist okkur. Þá kom í ljós að unglingurinn á heimilinu hafði leigt ofangreinda mynd og með semingi samþykkti ég að horfa á hana, betra heldur en að gera ekki neitt. Fyrir vikið varð ég vitni að frábærri skemmtun, þetta er einfaldlega góð mynd, Kirsten Dunst er náttúrulega frábær leikkona og þó þetta sé ekki hennar besta mynd, þá sér maður nýja og skemmtilega hlið á henni. Hún er sko í þrusuformi. Semsagt þrjár stjörnur, dreg frá eina stjörnu fyrir það að þetta er bandarísk formúlumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skytturnar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Enn og aftur verður maður að verja gæðamyndir og í þetta skipti er það hin frábæra mynd Skytturnar. Þetta er dramatísk mynd um örlög tveggja sjóara sem koma í land og við tekur atburðarrás sem heillar alla...hér er um að ræða ádeilu á samfélagið í sinni hörðustu mynd. Hún fær reyndar ekki nema 3 stjörnur vegna þess hve hún eldist illa, samfélagið hefur stórbreyst frá því hún var búin til, en jafnframt er hún góður spegill í samfélagið á níunda áratugnum. Mæli hiklaust með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei