Gagnrýni eftir:
Planet of the Apes0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já ég fór að sjá Apaplánetuna í gær og það með nokkuð mikilli eftirvæntingu. Og ég get ekki sagt að ég hafi orðið fyrir stórum vonbrigðum,og þó!!!! Málið er það að Tim Burton er nátturlega snillingur og þessi mynd breytir því ekki,sama hvað aðrir segja.Öll tæknivinnsla er framúrskarandi og kemur hevi vel út,sérstaklega er umhverfið í kringum hýbíli apana sjúklega flott.Ég held að ég þurfi ekkert að fara miklum orðum um förðunina,hún talar alveg fyrir sig sjálf. Og þá er komið að leikurunum. Mark Whalberg . A. k. A. Marky Mark,leikur Leo,mann sem vinnur hjá NASA held ég,Mark hefur ekkert úr alltof miklu að moða,hlutverkið er eitthvað svo típíst,en hann skilar samt sínu,alveg eins og í flest öllu sem hann hefur gert hingað til leiklistalega séð . Am. K. Tim Roth leikur Atar,foringja í her apana sem hefur óbeit á mönnunum,Atar nýtur mikla virðingu innan apana og nýtir sér það útí ystu æsar,grimmdin skýn svoleiðis úr honum,og án þess að ég ætli að halla á einn né neinn að þá á Tim myndina algjörlega,hann er svo vondur og hann hefur greinilega gaman af því að vera vondi kallinn. Michael Clark Duncan leikur besta vin Atar (ég man ekki nafnið) og gerir það sem hann á að gera ekkert meira en það. Helena Bonham Carter leikur Ari,mann/aparéttindafrömuð og gerir það mjög vel og nær hún að túlka allt það sem hún á gera mjög vel allar tilfinningar og allt. En það sem skemmir myndina er endirinn,ef ekki væri fyrir hann að þá fengi hún fullt hús,en samt farið og sjáið hana og dæmið sjálf
American History X0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Áður ég byrja vil ég láta ykkur vita af því að hann Edward Norton er minn uppáhaldsleikari,hann hefur ekki brugðist mér hingað til. Þessi mynd er í alla staði æðisleg, drungaleg, sorgleg, spennandi þó ekki nema eitt atriði eða svo sem er spennandi en whatever. Þar sem flest allir eru búnir að tjá sig um söguþráðinn í þessari mynd tel ég að ég þurfi ekkert að vera að segja frá honum, því ætla ég bara að leggja dóm minn á leikarana. Edward Norton sem Derick er hrein út sagt magnaður, leikurinn hjá honum er svo svakalegur að maður fær hroll, sérstaklega er atriði þegar löggan er að taka hann, mannhelvítið glotti þótt hann væri með líf tveggja einstaklinga á samviskuni og maður trúði því svo innilega að honum væri bara slétt sama. Túlkunin hjá honum á breytingunu sem verður á honum er fyllilega folkominn. Edward Fulong sem Danny er mjög góður, sýnir aðdáun Danny á Derrick fyllilega. Restin af castinu mjög góð, þó fannst mér bæði systir Dericks ömurleg og einnig hann feiti strákur sem mér finnst að hefði mátt prófa aðra í hlutverkin.
American Pie0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það var einn daginn sem frændi minn hringdi í mig og bað mig um að koma á einu fyndnustu mynd sem hann hefði séð, Amerian Pie. Ég lét til leiðast o gfór á hana og ég sé ekki eftir því. Frábær gamanmynd í alla staði og hún er ekkert að reyna að gera raunveruleikan fallegri en hann er. Handrit gott, leikarar góðir og brandaranir meinfyndnir.
Rush Hour 20 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ja hérna :) Það var með mikilli eftirvæntingu sem ég lagði leið mína í Laugársbíó þann 10. ágúst, því ég var að fara að sjá þá mynd sem ég var búinn að bíða eftir síðan ég sá trailerinn úr henni þegar ég fór á þá ömulegu mynd Scary Movie 2 (en það er allt annar handleggur og ég er ekki að skrifa um hana núna). En myndin sem ég sá var Rush Hour 2 og ég bara verð að taka það fram að Chris Tucker er einn af mínum uppáhalds gamanleikurum og Jackie Chan er minn maður í slagsmálatriðum. Þessi mynd brást mér engan veginn og þeir tveir stóðu alveg fyrir sínu og gerðu það sem þeir áttu að gera, þ.e.a.s. Tucker að rífa kjaft og tala stórt og slást einstöku sinnum og Chan að slást eins og mófó og vera krúttlegur og fyndinn og þeir gerðu þetta svo um munar. Það var virkilega gaman að því að sjá Tucker að reyna að vera sami hösslerinn í Hong kong og hann er í LA. Og án þess að ég ætli að spilla fyrir einum eða neinum að þá voru atriðin á karíókíbarnum og nuddstofunni yndisleg. Ég held að ég geti bara ekki skrifa meira án þess að segja eitthvað mikið frá en í hnotskurn að þá er þessi mynd perla og virkilega gaman af því að sjá þá tvo aftur saman og vonandi verður önnur Rush Hour mynd gerð. Að lokum verð ég að minnast á leikonuna kínversku sem var í Hidden Dragon myndini, þvílíkt foxy gella og hún kann að slást maður lifandi, einnig Don Cheadle sem er mjög fyndinn sem kínverji wannabe.
Scary Movie 20 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, eru þeir Wayans bræður alveg búnir að tapa sér. Ég sá fyrri myndina og grenjaði mig alveg máttlausan af hlátri og fór því kannski með of miklar væntingar í huga að sjá þessa,en samt engu að síður að þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum því að eftir hlé fannst mér eins og ég væri búinn að sjá þetta allt áður og þar af leiðandi skemmti ég mér ekki neitt ofboðslega vel. Það var bara eins og flest allir (ekki allir) brandaranir misstu marks og maður var orðinn þreyttur að sjá liggur við sömu brandarana og úr fyrri myndinni í nýjum búning. því gef ég henni 1 1/2 stjörnu og það eingöngu fyrir Shorty og byrjunar atriðið sem var GARGANDI SNILLD.

