Gagnrýni eftir:
Nói albínói0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Makalaust góð mynd. Hún er algerlega laust við þessa tilgerð sem virðist loða við flestar íslenskar myndir. Undiralda myndarinnar er mjög þungbúin en samt sem áður er myndin drepfyndin út í gegn. Minnir óneitanlega á bókina Góðir Íslendingar (fyrir þá sem hana hafa lesið), enda er Huldar Breiðfjörð (sá lipri penni) einn af handritshöfundum myndarinnar. Handbragðið skilar sér hvað skýrast í samtölunum sem eru vægast sagt hnyttin og sum hver hreint ógleymanleg. Samt bitnar það ekki á trúverðugleika persónanna (samanber samtölin í Pulp Fiction, sem eru einnig ógleymanleg en fjarstæðukennd og ótrúverðug að sama skapi). Persónur myndarinnar eru eftirminnilegar allar sem ein og er það fremur sjaldgæft að maður upplifi sögupersónur sem fylgja manni lengi eftir á. Þröstur Leó (sem leikur pabba Nóa) fer hér með leiksigur að mínu mati, að öðrum ólöstuðum. Handritið er hrein snilld og er einfaldlega með því betra sem ég hef séð.

