Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að þessi mynd er ein besta matrix myndin af þeim öllum. Þó að söguþráðurinn er fyrirsjáanlegur þá fílaði ég mig inní myndina eins og alvöru matrix fan. Tæknibrellurnar eru snilld söguþráðurinn er góður, bardaga atriðin eru snilld en máttu vera lengri og fleiri..

Margir eru að tala um að bardaga atriðin eiga ekki að vera eða eru of löng en það er barr aðal málið í þessari mynd að bardaga atriðin eiga að vera löng og flott. Ég fer á trilogyuna á laugardeginum 8. nóv. og mun þar sjá besta sköpunarverk í visindaskáldskap alla í röð og í einu.

Fyrsta greinin sem gerð var um þessa mynd var leleg því það fjallaði meihr um reloaded en revolutions. en hvað um það... ég mæli fólki með að sjá þessa mynd og hun er pott þétt peningsins virði..! :D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er hægt að segja að fyrri myndin hafi verið nokkuð góð en er samt svo langdregin til að byrja með, en matrix reloaded er allt annað hún byrjar vel og er mjög fjörug allan tímann. Smith svo kallaður í myndinni fór á kostum, og var sá sem hélt að gríninu uppi, en aðrir eins og neo sem kominn er með eigileikann the one í matrix var sá sem gerði flest atriðin góð. Tæknibrellurnar eru geðveikt vel gerðar í myndinni og mörg atriðin eru mjög flott (enda fíla ég mikið tæknibrellur slíkar sem þessar). Það eru mjög góðir leikarar í myndinni sem voru ekki í hinni eins og tvíburarnir sem vírusar eru í matrix heiminum fóru á kostum þó lítil atriðin voru með þeim og það eru æðisleg brögð sem þeir geta gert, til að vita þarf bara að fara á myndina og kíkja það. Það er hægt að segja að þessi mynd er að mínu mati og margra annarra miklu betri en sú fyrri. Ég mæli þess vegna með að fólk eigi að fara á þessa mynd þó hvaða sumir segja um hana því ekki hafaallir sömu dóma á myndum. Því að ég var mjög sáttur við þessa mynd ætla ég að gefa henni fjórar stjörnur fyrir hversu góð hún er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Man Apart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er hægt að segja að þetta er mjög góð mynd með töffaranum Vin Diesel. Eins og má vita að þessi mynd gengur útá að maðurinn missir kærustu eða konu sína og sver að hefna sín af þeim sem myrtu hana eða eikkað þannig. Ég pældi ekki beint í söguþræðinum þegar ég horfði á myndina heldur horfði ég á atriðin hversu vel þau voru gerð, hversu vel myndin hafði verið tekin ofl. Vin Diesel var alveg æðislegur í myndinni Fast and the furious þar sem ég sá hann í 1. skiptið og verð að segja að hann passar mjög vel við í allar myndir sem ég hef séð með honum. Enda er A Man Apart ein af bestu myndum sem koma í bíó í ár. Ég mæli mjög mikið með að fólk fari á myndina því þetta er geðveik mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cradle 2 the Grave
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að þetta er eins bestu myndum sem mahr hefur séð því þetta er góð blanda með Jet Li og DMX. Myndin er einstaklega góð fyrir ÞÁ sem eru aðdáendur þeirra beggja.

Enda er ég aðdáandi Jet Li og mynda hans. Bardaga atriðin eru góð og smá djók sem lyftir öllu upp... barr góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dreamcatcher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein versta mynd sem ég hef séð af öllum king myndunum. Þegar ég fór á myndina hélt ég að þetta yrði einhver svaka thriller mynd en niðurstaðan varð allt önnur, ég sver það að það var hrikalegt að sjá að það væru geimverur að þessu. Alveg fáránlegt, ég skulda sjálfum mér ca 2,5 klst af lífi mínu og ég efast um að ég geti borgað sjálfum mér það til baka. Ég mæli ekki með að fólk fari á hana heldur taki hana seinna meir á video eða svo. Ég ætla ekki að gefa þessari mynd fleiri en 1 stjörnu miðað við vonbrigðin sem ég fékk útúr myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shanghai Knights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er hægt að segja það að Shangai knights er eins af bestu bradga myndum sem ég séð með honum Jackie Chan. ÞAð góða við það Owen Wilson er sá sem fyllir upp í myndina með frábærum húmor eins og mátti sjá í fyrri myndinni. Bardagaatriðin í þessari mynd eru alveg ótrúlega flott og það kom mér reyndar á óvart hve góð mynd þetta var, ég bjóst nú ekki við betri mynd en hinni. Ég mæli endilega með að fólk sjái þessa mynd því þetta er frábær skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Johnny English
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilldin við þessa mynd er að Rowan Atkinsson er algjör snillingur í myndum eins og þessari, sem sagt algjör auli sem veit alls ekkert. Það er hægt að segja að hann er eins og í myndinni Rat Race, frekar dofinn maður, og gefur geðveika skemmtun í kringum þær aðstæður sem verða. Margir þekkja hann úr þáttum og mynd sem Mr. Bean og þar gerði hann allt vitlaust í gríninu. Þegar ég sá þessa mynd var ég alveg heillaður og hló út alla myndina. Þetta er frábær skemmtun fyrir hvern sem er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
X-Men 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kannski þurfa ekki allir að hafa þetta eftir mér en ég verð að segja að X-men myndirnar eru einar af mestu snilldar myndum sem ég hef séð og er einnig eftir snillinginn Stan Lee. Það góða við myndinar tvær sem komnar eru er að þær eru spennandi, nokkuð mikið af gríni í þeim. Myndirnar eru komnar af myndasögum og teyknimynda þáttum sem kallast öðru nafni manga/anime, hægt er að segja að það er geysivinsælt útum allan heim. Myndin er nú um eins og má segja það mutants og þau með hvern sinn yfirnáttúrulegakraft..

Ég ætla því að gefa þrjár og hálfa stjörnu fyrir þessa mynd því hún á það skilið miðað við hvernig hún er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bulletproof Monk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fatta ekki hvað er svona slæmt við myndina, í raun er þetta nú bara mjög góð mynd frá upphafi til enda, það mætti halda að sami maðurinn hafi skrifað þessa linka hér á undan. En hvað um það, varðandi Bulletproof monk, hún er góð mynd með góðum tæknibrellum sem ég í raunini fíla alveg geðveikt mikið.. lítum eins á fyrstu matrix myndina þær eru með svona tæknibrellum og ósýnilegum vírum en sá maður svona lélega gagngrýni um þær... Nei það held ég nú ekki. Eins og Tómas sagði Málið með Bulletproof Monk er það að hún hefur ekki hugmynd um hvort hún vilji vera gaman-aksjón í anda Shanghai Knights hann sagði í anda þessarar myndar það er nú bara fáránlegt því sé ég nú engan mun á þessum myndum. Þessi fjallar nú um helga siði og vernda það sem fylgir því, en það sem öllu máli skiptir að Bulletproof monk er mynd sem ég er tilbúinn að horfa á aftur og aftur, því ég veit að margir hafa gaman að svona myndum sem eru með gamansömum og spennandi atriðum í. Ekki sér maður nú betri myndir í bíóum nú á dögum því þær eru yfirleitt gerðar eins og þessi ( Þar er að segja með svona tæknibrellum og því sem fylgir ). Ég ætla að gefa myndinni þrjár og hálfa stjörnu fyrir vel gerðar tæknbrellur og nokkuð almennilegan söguþráð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei