Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Stella í framboði
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í gær fór ég á Stellu í framboði. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa ekki þurft að borga mig sjálf inn á þessa mynd, það þýðir að vísu að einhver annar þurfti að blæða. Hvílíkt rusl, og svo var ekki einusinni veittur öryrkjaafsláttur svo að öryrkjarnir mínir þrír þurftu að borga þúsundkall hver, svei og skömm. Sagan fjallar ekki um neitt. Laddi fer á fyllirí og endar með því að finna olíu. Gísli Rúnar rekur fluggrillskála í Hvalfirði (í tengslum við áætlunarflugið??) með uppáklæddri flugfreyju og missir af því að kaupa jörðina þar sem olían finnst. Edda Björgvins býr í tjaldi í stofunni hjá sér og fer í framboð án þess að fatta það. Siggi Sigurjóns fer að veiða lax og rekur til hafs. Rúrik er gamall maður á síðum nærbuxum sem kann ekki að keyra bíl en getur passað börn. Steinn Ármann og Stefán Karl eru tveir leppalúðar sem dansa skottís með útvarpinu og þvælast um sveitina á ónýtum saab station. Einn þunglyndur einstæður faðir sem kemst ekki með Lionsklúbbnum Kidda því að hann vantar pössun, þar kemur Rúrik til skjalanna. Og flokkarnir tveir sem voru í framboði, samansafn af gamanleikurum að leika sínar þekktustu persónur úr öðrum verkum s.s. Fóstbræðrum, Spaugstofunni, Kaffibrúsakörlunum o.fl. Allt stolið, illa leikið og illa tekið. Og söguþráðurinn, hann gleymdist. Algert rusl!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei