Gagnrýni eftir:
The Money Pit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er að mínu mati ein af fyndnustu myndum Tom Hanks, en hún fjallar um par sem kaupir risastórt hús á grunsamlega lágu verði. Síðan kemur í ljós að húsið var kannski ekki alveg í jafn góðu ástandi og þau héldu í fyrstu.
Snilldar mynd og þó hún sé að farað nálgast tvítugt er þessi húmor enn í gildi.
Mæli eindregið með henni , og ef þið hafið ekki séð hana leigiði hana þá sem fyrst.
Lost
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er á ferðinni ágætis grín/vesem/rómantísk mynd með litla gaurnum honum David Finch sem leikur m.a. í Just shoot me! þáttunum. Þessi mynd er svona meðalmynd á þessu sviði og er með ágætlega fyndnum atriðum, en nær samt ekki að standa neitt uppúr frá öðrum grínmyndum.
Þessvegna gef ég þessari mynd tvær stjörnur