Gagnrýni eftir:
Memento
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er á ferðinni hreint meistaraverk, en það er rétt að það munu verða mjög margir ljóskur eins og hann orðar það hér á undan sem munu lappa út úr bíóinu og skilja neitt, þar sem að myndinn er ekki með þessa venjulegu bíómynda byggingu.Þessi mynd er skylda að sjá fyrir þá sem kalla sig kvikmyndaunendur.
Enemy at the Gates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég get ekki verið sammál þeim sem að hafa skrifað hér á undan um að myndin sé léleg og leiðinleg. Því hún er það alsekki. Það var kanski ekki besti leikur í heimi í myndinni en hann var alveg nógu góður til að hann spilti ekki myndinni. Sviðsmyndinn var alveg nógu raunveruleg fyrir mér enda veit ég ekki hvernig Stalíngrad lét út á þessum tíma. Ég verð að segja að mér þótti gott að Ed Harris hafi ekki verið eins og þjóðverjar eru látnir verða í mörgum seinni heimsstyrjaldar myndum þar sem þeir eru látnir líta út eins og mjög vondir og ílllir menn. Það var mjög gaman að sjá mynd um seinni heimstyrjöldinna þar sem að bandaríkjamenn eru ekki hetjurnar sem björguðu heiminum frá Hitler. Fyrir þá sem að hafa gaman af stríðsmyndum en eru þreyttir á því að bandaríkjamenn tileinki sér alla þá sigra sem að unnist hafa í styrjöldum þá er þessi mynd tilvalinn. Engir bandaríkjamenn með hetjuskap.