Gagnrýni eftir:
Ken Park
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ken Park er eftir umdeildan leikstjóra að nafni Larry Clark, þessi mynd fer mjög djúpt niður í heim unglingsins og sýnir dóp, kynlíf og allt sem tengist heimi unglingsins, myndin vekur óhug og dáun á sama tíma þessi mynd er mjög athyglisverð og skemmtileg, þetta er ekki í fyrst skipti sem leikstjórin sýnir svona mikla dirfsku og er gaman að sjá hvernig það kemur út. Ég mæli með þessari mynd.
Requiem for a Dream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er ein besta áróðursmynd sem ég hef séð, frábært meistaraverk frá snillingnum Darren Aronofsky sem gerði líka meistaraverkið Pi. Hér er á ferðinni yndisleg mynd um líf dópistans, þessi mynd er mjög hugljúf og grimm á sama tíma, frábær músík í myndinni, og allveg stórfenglega upp sett þar sem hann leikur sér með klippingar og myndavélina, frábærlega leikin af þessu úrvalsliði leikara, vona ég að þið hafið notið þessars meistarverks jafn mikið og ég.
A Man Apart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er með þeim lélegri sem ég hef séð núna nýlega, Vin Diesel er ekki hin besti leikari enn þessi mynd er flott og fín afþreying, enn hálfgert flopp, lélegur leikur og léleg saga.
The Abyss
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er sannkallað meistaraverk eftir James Cameron, þessi mynd var veisla fyrir augað allveg frábærar tæknibrellur, framúrskarandi leikur og brilliant saga. Ég mæli tvímannalaust með þessari mynd sérstaklega special edition sem er 28 mín lengri enn upprunalega.
Lilja 4-ever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd fjallar um unga stelpu Lilya(Oksana Akinsjina), sem býr í sovíetríkjunum í fátækrahverfinu eini vinur hennar er ungur strákur Volodya(Artiom Bogutjarskij). Hana dreymir um betra líf þangað til hún hittir mann að nafni Andrei(Ljubow Agapova) of verður hún ástfangin af þessum manni, Seinna biður hann hana um að flytja til Svíþjóðar með sér til að hefja nýtt líf. Og þar hefst martröðin. Alls ekki láta þetta meistaraverk frmhjá ykkur fara !