Gagnrýni eftir:
The Hitchhiker's Guide to the Galaxy0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sko, í fyrsta lagi er ég fanboy. Ég naut hennar ekkert sérlega mikið, en röklega hugsað þá hljóta hláturköstin sem fóru gegnum hina áhorfendurna að tákna að hún sé nú góð fyrir þá sem kanski dýrka ekki bókina svona mikið.
Mér fanst verst hversu asnalegur söguþráðurinn var og hvernig hann sagði frá því sem gerðist í bókunum nokkurnvegin nema hvað að allt var einhvernvegin í hassi. Zaphod var að leita að spurningunni og þannig, ég ætla ekki að skemma fyrir öðrum.
Leikaravalið var bara ágætt og til að byrja með var leikurinn hjá þeim mjög áhugaverður og skemmtilegur en þegar leið á myndina var þetta bara einhvernvegin ofleikið og bara allt of mikil fíflalæti.
Svo voru það svona smáatriði sem skemma fyrir, svona breyting á karakterum og þannig sem fór virkilega í taugarnar á mér. Marvin var samt klassi. En Douglas sjálfur skrifaði screenplay-ið þannig að þetta átti kanski að vera svona til að fá út fyndina af bókunum.
Takk fyrir mig, farið á hana því hún er alveg drepfyndin þótt hún sé frekar mikil nauðgun á sögunni.

