Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Nói albínói
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kvikmyndagerð á Íslandi hefur ekki verið mjög tilbreytileg til þessa og oftast eru aðalpersónunar geðveikir menn túlkaðir með ofleik eða kúgaðir einstaklingar sem byrgja allt inn í sér og enda með að springa af gremju. Nói Albínói gefur okkur alveg nýja sín á íslenskan kvikmyndamarkað og færir okkur vel skrifað handrit uppfullt af frábærum persónum sem færa myndinni þá persónulegu innsýn sem aðeins bestu handritshöfundarnir geta veitt okkur. Kvikmyndatakan er líka afskaplega falleg og eru rammar vel nýttir og vel notaðir. Dagur Kári sannar sig sem hæfileikaríkan kvikmyndagerðamann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jurassic Park III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er oft sagt um trílógíur að fyrsta myndin sé góð, önnur slök og þriðja aksjón mynd, þetta á svo sannarlega við Jurassic Park 3. Myndin fjallar um hóp fólks sem fer á eyju sem er rétt fyrir utan Puerto Rico sem var kölluð Site B (sama eyja og the Lost World gerist á) öll með mismunandi ástæður. Sum eru þarna vegna þess að þau voru göbbuð með aðrir vegna þess að þeir halda að þeir eigi eftir að fá borgað og hjón sem eru þarna til að bjarga syni sínum. Sumir deyja, sumir lifa af, þetta er allt bara eins og fyrri daginn. Ólíkt fyrri myndunum er það ekki Stveven Spielberg sem leikstýrir myndini heldur dýravinurinn Joe Johnston. Joe Johnston hefur áður leikstýrt myndum á borð við Jumanji og Honey I shrunk the Kids. Þegar ég var að horfa á myndina (Jurrasic Park 3) fékk ég stundum þá tilfinningu að ég hafði séð þetta áður svo fattaði ég það að þessi mynd var alveg eins og fyrsta myndin. Þetta var alveg eins leikstýring og í fyrri myndinni. Ef það hefði ekki verið fyrir öðruvísi myndatökur og nokkrar nýjar risaeðlur þá hefði ég verið að horfa á endurgerð. Þrátt fyrir þetta þá gat ég horft á hana og ég gef henni eina og hálfa stjörnu fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Planet of the Apes myndanna og Tim Burtons leikstjóra myndarinnar en þetta er eitthvað sem ég bjóst ekki við. Allar gömlu Planet of the Apes myndirnar voru byggðar upp á sama hátt. Allir aparnir voru einnig með svipuð karakter einkenni o. s. frv. en þessir eiginleikar koma ekki fram í þessari mynd. Myndin fjallar um geimfara (Mark Wahlberg) sem fer í fram í tímann og lendir á apaplánetu. Hann kemst fljótt að því að mannkynið er óæðri öpunum og að margir apana sætta sig ekki við að hafa þessar óæðri verur í návist sinni. Geimfarinn (Wahlberg) sættir sig ekki við að vera fastur á þessari plántu og vill helst koma sér aftur til sinna heima. Þegar aparnir heyra þetta skilja þeir ekki upp né niður hvernig maður getur flúið. Upp frá þessu á sér stað stærðarinnar eltingarleikur og ævintýri. Myndin átti upphaflega að vera endurgerð eftir fyrstu Planet of the Apes myndinni en þetta er langt frá því að vera sama sagan. Í fyrstu myndinni er boðskapur í myndinni en hér er hann lítill sem enginn. Leikurinn í myndinni er enginn til að hrópa húrra fyrir heldur. Mark Wahlberg stendur sig sérstaklega illa sem geimfarinn. Það sést greinilega að hann er búin að vera fastur í sama karakternum síðan hann lék í Boggie Nights. Sýn Tim Burtons er frekar flott og skemmtilegt hvernig hann setur upp borg apana. Það og að Charlton Heston kemur fram í myndinni er í rauninni eina sem heldur henni uppi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Memento
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég var komin út úr kvikmyndasalnum eftir að hafað séð Memento vissi ég að þetta var mynd sem átti eftir að festast í mér. Þetta er að mínu mati besta mynd ársins 2000. Söguþráðurinn er ólíkur flestum öðrum myndum þar sem sagan er sögð aftur á bak. Myndin fjallar um mann sem er með lítið sem ekkert skammtímaminni. Til að komast hjá því að lenda í vandræðum útaf vandamáli sínu tekur hann Polaroid myndir af stöðum og fólki sem hann hittir og skrifar aftan á myndirnar minnispunta um þá sem eru á myndinni. Meira ætla ég ekki að segja um söguþráðinn, það er betra fyrir ykkur að sjá hann út sjálf. Myndin sjálf er þrælgóð í flesta staði og stendur Guy Pearce sig mjög vel sem ,,minnislausi maðurinn. Ég gef Memento þrjár og hálfa stjörnu og ekki láta hana fara fram hjá ykkur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Traffic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég tók þessa mynd á leigu þá hafði ég heyrt marga segja að þeim þótti þessi mynd ein besta mynd ársins 2000. Margir sögðu einnig að þeim fannst sem þessi mynd hefði átt að hreppa óskarinn í ár fyrir bestu myndina. Eftir að hafað horft á myndina get ég ekki verið sammála. Þó svo að mér fannst leikstjórn Steven Soderberghs fín og leikur flestra leikara myndarinnar góður var það ekki nóg til að fylla þarfir mínar. Handritið fannst mér heldur slapt og ofmetið. Hugmyndin finnst mér góð því það er ekki oft sem maður sér mynd um fíkniefna heiminn séð frá svo mörgum sjónarhornum. Annað hvort fær maður að sjá fíkniefnabaróninn sem er stórlax innan undirheimana en er síðan drepinn eða tekinn af lögrglunni eða maður sér það frá sjónarhorni lögreglunar sem gómar baróninn. Það hefði verið hægt að framkvæma þessa hugmynd vel en mér fannst þetta klúðrast aðeins undir endann. Samt gef ég þessari mynd tvær og hálfa stjörnu þrátt fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei