Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Blair Witch Project
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni hryllingmynd fyrir augun, ekki það að hún sé ógnvekjandi held var þetta ein verst gerða mynd sögunar og ég hefði ekki einu sinni sýnt hann sem áhugamynd í skóla.

Í fyrsta lagi kostaði þessi mynd ekki nema svona 2 dollara að virðist í framleiðslu, ekki var eitt gott atriði í henni og engin spenningur bara helling af hlaupum úti í skógi með myndavél, síðan var ég ekkert lítið hissa í lok myndarinnar stóð fólk upp og klappaði ég var að pæla í að gera hið sama ekki af því að myndin var góð heldur afþví að hún var loksins búin.

Maður ætti kannski að skella sér í vaglaskóg og hlaupa um með myndavél öskrandi og æpandi búa síðan til nokkra spítukalla og tjalda.

Þessi mynd er eitthvað sem ég hefði búist við að sjá í Jack Ass nú á dögum.

Að lokum mæli ég eindregið með að flogaveikir eða fólk sem verður auðveldlega sjóveikt fari ekki á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei