Gagnrýni eftir:
The Pledge0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vann miða á þessa mynd og skellti mér á hana í gær. Ég vissi ekkert um þessa mynd en þar sem Jack Nicholson væri í henni þá hugsaði ég með mér að eitthvað hlyti að vera varið í þessa mynd.
Ég komst að því að svo væri ekki. Þetta er óumræðanlega sú allra allra allra allra leiðinlegasta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð í bíó og ein af þeim allra leiðinlegustu sem ég hef nokkurn tíman séð.
Ég bara gat ekki trúað því að hún væri svona leiðinleg.. hún hlyti að skána og þó að kærastinn minn hafi ítrekað reynt að fá mig til að labba út þá ákvað ég að sitja alla myndina og gefa henni séns.
Þetta var þvílík tímasóun... því eins og ég komst að þá getur vont lengi versnað.
Ég hef nú aldrei skrifað neitt hérna áður en ég bara gat ekki orða bundist og bara verð að vara alla við þessari mynd.

