Gagnrýni eftir:
AntiTrust
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ryan Phillippe sýnir á sér nýja hlið í þessari sem Milo Hoffman ungur og upprennandi forritari sem fær vinnu hjá NURV, fyrirtæki í eigu Gary nokkurs Winston sem leikinn er af Tim Robbins. Þessi mynd byrjar ekkert of vel, manni finnst maður vera mataður af upplýsingum í byrjun þegar Milo og vinir hans eru kynntir til sögunnar, sem er aldrei gott. En myndin nær sér á gott flug og Peter Howitt leikstjóri (Sliding Doors) nær að byggja upp spennu sem er vel 800 kr. virði. Þetti er mjög góð afþreying sem fléttar saman tækni, spennu og mannlegt eðli. Milo grunar fyrirtækið um spillingu og upp vakna siðferðilegar spurningar sem Milo þarf að spyrja sjálfan sig að. Tónlistin í myndinni er prýðisgóð Tim Robbins er sérstaklega góður sem Gary Winston. Frammistaða annarra leikara er ágæt en Ryan Phillippe hefur verið betri (t. D í Way of the gun) og vinnur engan leiksigur.