Gagnrýni eftir:
The Matrix Reloaded0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég get ekki annað sagt en að myndin sé töluverð vonbrigði fyrir mig. Tæknibrellurnar eru til staðar og öll þau atriði eru með því flottara sem maður hefur séð á hvíta tjaldinu en það er svo fátt annað sem skarar fram úr við þessa mynd. Samband Neo og Trinity þroskast ekkert né þróast. Neo flýgur um heiminn eins og hann sé Superman(með höndina útrétta og alles). Brjálaður skríll dansar trylltan dans í Zion, þegar nánast ekkert hefur gerts í myndinni, og þori ég að lofa að þetta atriði er eingöngu til þess gert að hafa töff myndband til kynningar á myndinni.
En það sem er stærsti galli myndarinnar eru of þungar samræður um heimspekilega / tölvunarfræðilega / stærðfræðilega hluti. Þessar senur eru yfirleitt of langar og yfirleitt þjóna þær ekki sínum tilgangi þar sem þær ná einhvern veginn ekki að gera sig skiljanlega. Það getur vel verið að ég sé of heimskur til að skilja þessa hluti, en einhvern veginn virtist ég ekki vera einn á því máli í bíóinu. Því verður myndin þannig að maður bíður eftir að þeir séu hættir að reyna að segja eitthvað merkilegt og fari að slást því það er það eina sem maður fær útúr myndinni. Dont get me wrong, ég er ekki mikið fyrir slagsmála myndir.
Ljósið í myrkrinu er svo að þetta er algerlega fyrri hluti framhaldsmyndar, og vonandi á mörgum spurningum eftir að verða svarað í Matrix:Revolutions
Daredevil0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis skemmtun en allt allt of fyrirsjáanleg og of mikið svona fyrsta mynda af mörgum. Tapa allri dýpt útaf því að þetta á að vera svona kynningarmynd. Fyrir hlé t.d. var lítið sem ekkert búið að gerast. Reyndar eru allir týpurnar mjög svalar og þá sérstaklega BullsEye og mjög flott hvernig DD Sér.
Alger formúlumynd sem er varla þess virði að borga sig inn á, bjóst við meiri hasar því að svona myndir fá yfirleitt nokkra aðsókn því það er svo gaman að sjá þær í bíó en hér er ekki tilfellið:(
What's the Worst That Could Happen?0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á þessa mynd með það í huga að mér langaði til þess að hlæja. Martin Lawrence og Danny Devito hafa nú alltaf þótt í fyndnari kanntinum svo ég skellti mér, en því miður er síður en svo hægt að segja að ég hafi fengið það sem ég taldi mig vera að fá. Myndin er er ekki beint Ófyndin, en hún er bara heldur ekki fyndin. Myndin snýst um þjófinn Martin Lawrence(eins og hann var í Nothing to Loose) og Danny Devito, vellauðuga fjárfestan sem hugsar bara um sjálfan sig(alveg eins og í Other People´s Money). Þeir lenda saman og Danny Devito gómar hann einn daginn við innbot, þegar löggan kemur síðan tekur Danny hring af Martin sem hann segir hann einnig hafa stolið. Hringur þessi var gjöf kærustu Martin´s til hans, en hann hafði verið happahringur föur hennar. Martin verður brjálaður og um þetta snýst síðan öll myndin, að ná hringnum aftur, that´s it! Það fá sem er eftirtektarvert er hræðilega misheppnuð tilraun til að gera gríntýpu út úr löggunni sem Willem Dafoe leikur í Boondock Saints, já það lítur út fyrir það að gay löggur séu núna málið í Hollywood. Þessi týpa er svo hroðalega léleg að hún verður bara fyndin, og maður áttar sig ekki almennileg á því hvort það hafi verið upphaflega tilgangurinn eða ekki... Annað sem kætir er táknmálsþula í réttarsalnum, hún er nokkuð góð. Síðast en ekki síst fyrir þann sívaxandi hóp fólks sem HATAR John Leguizamo, þá skal það halda sig víðsfjarri!

