Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Resident Evil: Apocalypse
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skellti mér á myndina Resident Evil: Apocalypse. Ég verð að játa að ég fór ekki mjög bjartsýnn á myndina og því kannski ekki miklar líkur til að ég yrði ánægður með hana. En jæja, myndin hófst og ég hugsaði með mér hafandi séð fyrri myndina; Hey þessi mynd er kannski ekki svo fráleit annað en fyrri myndin þar sem hún byrjaði bara nokkuð vel. Þessari skoðun hélt ég síðan í svona u.þ.b. 10 mínútur. Þá byrjaði fólkið að berjast við uppvakningana og svo gerðist það sama aftur og aftur og aftur út myndina, s.s. fólk að berjast við uppvakninga. Það var ekki það að hún væri illa gerð eða illa leikin eða neitt þess háttar sem truflaði mig. Það var bara þetta að nánast sama atriðið var endurtekið aftur og aftur með breytingu á umhverfi og stundum komu nýjar persónur þegar aðrar duttu út. Ein og hálf stjarna fyrir fínar tæknibrellur, tvær og hálf stjarna í ruslið fyrir ófrumlegt handrit, endurtekningar og illa úthugsuð atriði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Looney Tunes: Back in Action
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð hér að vera algjörlega ósammála fyrra áliti. Ég sá þessa mynd í forsýningu og verð að segja að mér fanst hún afspyrnu léleg. Ég hafði hlakkað mikið til að sjá myndina þar sem trailerinn var góður og ég er einstakur aðdáandi fyrirrennara þessarar myndar s.s. Space Jam sem mér fannst/finnst algjör snilld og drepfyndin. Loony Toon Back in Action olli mér gríðarlegum vonbrigðum. Leikurinn fannst mér lélegur, söguþráður slappur o.s.fv. Bugs og Duffy áttu nokkra góða brandara sem maður hló að til að byrja með en urðu síðan leiðinlegir til lengdar. Að mínu mati misheppnuð tilraun til að endurtaka þá snilld sem Space Jam var.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
2 Fast 2 Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á myndina með þá von eina að bílarnir stæðu fyrir sínu.

Það sem ég fékk var flottir bílar og sorglegur leikur.

Brian O'Connor er svo hræðilega leikinn að það hreint út sagt sorglegt. Roman Pearce er skondinn og fær mann til að flissa smá en ekki nóg til að bæta upp fyrir 800 karlinn minn. Fyrri myndin var ekkert spes, en þegar maður ber þær saman þá er hún óskarsmynd.


kv.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei