Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Ladykillers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tom Hanks, leikur Dr D. H. Gorr gamaldags bókmennta prófessor sem langar mest af öllu að skipuleggja stórþjófnað í þessari frábæru gamanmynd frá Joel og Ethan Coen. Hann skjallar gamla blökkukonu til að leigja sér herbergi og leyfa honum og félögum hans til að æfa sígilda tónlist í kjallaranum. Þaðan ætlar Prófessorinn og gengið hans að grafa göng til að ræna peningageymslu. En gamla konan fer að sjá í gegnum prófessorinn og félaga hans svo að þeir verða að ganga frá henni en gamla konan lætur ekki vaða yfir sig. Plottið í sögunni er orðið svolítið þreytt svo Coen bræðurnir setja megináhersluna á mörg drepfyndin atriði á milli Tom Hanks og Irmu P Hall í hlutverkum prófessorins og gömlu ekkjunnar, einnig eiga þeir Marlon Wayans og J K Simmons fína spretti. Gaman er að sjá í þessari þriðju útgáfu af myndinni hvernig Coen bræðurnir ná að færa gamla stílinn yfir á nýjan tíma með því að hafa karekterana gamla í nútíma umhverfi. En allt í allt er þessi mynd en eitt meistaraverkið frá Coen bræðrunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei