Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



City of God
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekki oft sem maður álpast á myndir sem eru ekki úr Hollywood smiðjunni en eftir dómana sem City of God hefur fengið þá ákvað ég að kíkja á ræmuna. -Skemmst frá því að segja að maður var hreint þrumu lostinn allt frá mögnuðu og frumlegu byrjunaratriði sem maður skilur betur eftir því sem líður á myndina. Leikstjórinn safnaði saman ungum og óreyndum leikurum úr slömm hverfum í Ríó. Þeir léku má segja sjálfa sig og týpur sem þeir greinilega þekktu af þvílíkri snilld að ég man vart eftir öðru eins. Sagan, umgjörðin, myndatakan, handritið, leikurinn og leikstjórnin, ójá alltsaman með ólíkindum vel gert. Það að hér sé um raunverulega atburði að ræða og að líf götukrakkanna í fátækrahverfum Ríó sé eins og því er lýst í myndinni er nánast ótrúlegt. Þetta er helvíti á jörðu þar sem mannslífið er varla krónu virði en víst er að miði á þessa mynd var 800 króna virði og rúmlega það. Drífðu þig í bíó áður en þú missir af bestu mynd ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er alltaf gaman þegar nýir leikstjórar stíga fram á sjónarsviðið með glæsibrag eins og gerist hérna. Alejandro Amenábar er þarna með sína fyrstu stórmynd og klikkar ekki. Mér finnst þessi mynd eiga margt sameiginlegt með Sixth sense, t. D. lítt þekktur leikstjóri, frægur leikari í aðalhlutverki, börn í mikilvægum hlutverkum og svo auðvitað efnistökin. Það er svosem ekki leiðum að líkjast þó mér hafi fundist The sixth sense mun betri enda algjört meistaraverk. The Others er þó hörkugóð mynd, enginn hryllingur, ekkert blóð en nóg af kyngimagnaðri spennu og óvæntum atriðum. Nicole Kidman fer feikivel með hlutberk sig en börnin, einkum þó strákurinn sem ég kann nú ekki að nefna, stela senunni auk þess sem þjónustukonan er sérlega vel skrifað og leikið hlutverk. Hljóðeffektarnir í surround kerfinu eru algjör snilld, ég hélt fyrst að þetta væri hávaði úr öðrum sal í kvikmyndahúsinu! Það er svosem ekki margt í myndinni sem hefur ekki sést áður, þetta er bara allt mun betur gert en áður og svo er endirinn auðvitað alveg bráðsnjall. Sumir segja að hann hafi verið fyrirsjáanlegur, það er auðvelt að vera vitur eftir á en ég verð að játa mig sigraðan þarna. Ég hafði ekki hugmynd um að plottið væri svona í pottinn búið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jurassic Park III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jurassic Park serían er orðin að skylduáhorfi þó deila megi um gæðin. Með nýjum leikstjóra bjóst ég ekki við miklu en verð að segja að myndin kom skemmtilega á óvart. Hún er meira spennandi, hraðari og tæknilega betri en fyrri myndirnar þó hún líði fyrir það að vera no. 3 í röðinni því söguþráðurinn í þessari seríu bíður nú varla upp á mjög margar myndir. Ófreskjurnar eru grimmari, gáfaðri og sterkari en áður og myndin er keyrð áfram á þokkalegum hraða og spennu en persónusköpunin er nánast engin þó hlægilega hallærislegt hjónabandsmál skemmi dálítið fyrir frekar en hitt. Handritið greinilega sett saman yfir einum bjór eða svo en maður horfir fram hjá því þegar myndin er skemmtileg eins og þessi óneitanlega er. Sam Neill er alltaf eins, enginn stórleikari en ómissandi í góðar B myndir. William H. Macy leikur einnig alltaf svipaðar típur, óttalega aula sem eiga þó samúð áhorfandans. Hann var t. D. frábær í Pleasantwille. En, 3 stjörnur frá mér, margt mjög gott og annað síðra eins og gengur og gerist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Along Came a Spider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætlaði að sjá aðra mynd en hún var á öðrum tíma en ég ætlaði svo ég ákvað að kíkja á Frímaninn. Jú, ef Morgan Freeman hefði ekki verið þarna í traustu hlutverki þá hefði þessi mynd hvorki verið fugl né fiskur. Greinilegt að Seven er fyrirmyndin, allt frekar dökkt og niðurdrepandi við þessa mynd og oft virkar það en ekki hér. Ástæðan er einhvernskonar andleysi sem einkennir þessa mynd, slakur leikur í heildina og svo fer handritið með myndina í tóma vitleysu í lokin. Ef þið hafið nákvæmlega ekkert að gera og eigið ekki vídeótæki þá er í lagi að sjá þetta en þið skuluð ekki búast við neinu meistarastykki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei