Gagnrýni eftir:
28 Days Later0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meira..Meira.
Mjög vel skrifað handrit og vel leikstýrð. Góður leikur. En söguþráðurinn er ekkert nýtt.
Sagan segir frá þegar hópur fólks sem er andsnúinn tilraunum á dýrum brýst inn í tilraunastofu á Englandi, í þeim tilgangi að reyna að frelsa nokkra apa sem þar eru notaðir í tilraunir á vírus sem umbreytir manneskjum í heiftarlega snarbrjálaða villimenn sem vilja bara drepa og aftur drepa. Einn apinn sleppur út, smitar einn af þeim sem ætlaði að frelsa hann og all hell breaks loose. 28 dögum seinna vaknar aðalhetjan upp á spítala en hann hefur verið í coma síðan vírusinn breiddist út og hefur ekki hugmynd um að England er meira og minna smitað.
Ok ég sagði hér á ofan að sagan væri ekki frumleg því margt er stolið frá bók eftir Stephen King sem heitir The Stand, þar sem vírus sem þróaður hefur verið á tilraunastofu bandaríska hersins í þeim tilgangi að drepa sem flesta breiðist út um allan heim.
Þrátt fyrir það verð ég að segja að 28 days later er á topp 10 listanum yfir bestu myndir seinasta árs. Og a' lokum notkunin á tónlistinni í myndinni er frábær.
Gamann að sjá að trainspotting þríeykið er kominn á beinu brautina.

