Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Scary Movie 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það bara er ekki hægt að lýsa þessari mynd hún er bara svo drep fyndinn hún er í sama stíl og myndirnar: Hotshot1&2, Airplane1&2 og fleiri. Annars er þetta bara hin besta skemmtun og ég mæli með henni fyrir alla sem vilja hlæja mikið í bíó ef þið farið ekki á hana í bíó leigið þá hana þegar hún kemur út á spólu hún er bara must see mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Underworld
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er mikið fyrir varúlfa og vampíru myndir þess vegna fór ég á þessa mynd því að mér finnst það að vampírur og varúlfar í sömu myndinni að berjast á móti hvoru öðru gæti verið mjög góð skemmtun. Og ég verð að segja að ég varð ekki fyrir miklum vonbrigðum en ég bara get ekki gefið henni fjórar stjörnur en annars vegar er þessi mynd mjög góð skemmtun fyrir alla. Myndin inni heldur mjög góðan hasar og skemmtun. Hasar atriðin voru í hæsta gæða flokki. Það besta við myndina er að Kate Beckinsale er í leðurklæðnaði næstum alla myndina sem er mjög flott. En annars vegar er þessi mynd er fyrir alla sem vilja skemmta sér vel við miðlungs mynd. Hún er 800kr. virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
S.W.A.T.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd á óvissusýningu og ég verð að segja að þessi mynd að mínu mati er sú leiðinlegast mynd ever sem ég hef séð. Í fyrsta lagi þá er hún mjög fyrirsjáanleg og í öðru lagi þá eru leikararnir bara beinlínis lélegir í þessum hlutverkum sem þeir eru í og í þriðju lagi þá á LL Cool Jay lélegur leikari. Hún fær hálfa stjörnu út af því að það er smá hasar sem mér fannst ágæt. Ég vara fólk við því að fara á þessa mynd. Þið getið eydd peninginum í aðrar betri myndir en þetta rusl. Daddy daycare er örugglega betri en þessi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The League of Extraordinary Gentlemen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þess mynd fyrir nokkru og að mínu mati er þessi mynd bara ágæt til þess að sjá. Það er sagt að þessi mynd sé í raun bara brellu mynd að mörgu leyti er það satt en hún er líka með góðan sögu þráð. Sögu þráðurinn er þannig að safnað er saman mörgum frægum persónum úr bókum eftir fræga rithöfunda sem gerir söguþráðinn nokkuð spennandi en annars er sagan um það að það er brjálaðingur að nafni Phathom sem ætlar að stofna heimstyrjöld á milli land þannig að það verður einhver að stöðva hann þannig að þá er stofnað the league of the ex. og þannig hefst sagan. Eins og ég sagði fyrr þá er þessi mynd bara ágæt og ég mæli með því að allir þeir sem eru Sean connery aðdáendur ættu að sjá þessa mynd þar sem hann nær sínum gamla stíl aftur (James Bond).

Annars er þetta góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Freddy vs. Jason
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er mikill aðdáandi Friday the 13th og smá að Nightmare on elm street myndanna og því var ég spenntur að heyra það að það væri að koma ný mynd með þeim kauðum saman. Þegar ég loksins sá þessa mynd var ég ekki vonsvikinn þrátt fyrir ekki svo góðan leik hjá fórnarlömbunum en annars vegar þá var myndinn hin mesta skemmtun fyrir mig og mæli hiklaust með henni fyrir hrollvekju aðdáendur sem kunna að meta svona myndir. En ég get ekki gefið henni fullt hús út af lélegum leik fórnalambana. Annars vona ég að fá að sjá meira af þessum gaurum saman eður ei.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei