Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Phantom of the Opera
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst vel þess virði að fara á þessa mynd, ég vissi ekkert um söguþráðinn þegar ég fór á hana og varð alveg gjörsamlega heilluð! Sértaklega í upphafsatriðinu þegar tólistin byrjaði og allt fékk lit, engin smá gæsahúð sem ég fékk þá. Gæðin voru mjög góð vel myndað, hljóðið var frábært og leikararnir vel valdir. Sérstaklega fannst mér Gerard Butler góður, hann náði alveg að vinna sér samúð mín sérstaklega þegar hann söng í endanum Down once more. Emmy Rossum var mjög góð líka svo ekki sé minnst á hvað hún söng ótrúlega vel. Hún hentaði mjög vel í þetta hlutverk. Patrick var svona ágætur, en ég veit ekki hvort hann átti að virðast svona ráðvilltur reyndar fannst mér það eiginlega eiga við persónuna hans, hver yrði ekki ráðvilltur þegar þjóðsögukenndur draugur er að eltast við unnustu sína. Ég gjörsamlega elskaði lögin þau voru æði. Það kom mér hins vegar á óvart að draugurinn leit bara nokkuð vel út miðað við þær myndir sem ég hafði séð áður, því að ég hafði einhvern tímann séð veggspjald með fyrir leikritið og þar var hann svo skelfilega ljótur. En mér fannst bara gott að hann leit svona út. Í heildina fannst mér myndin æðisleg!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Return of the King er snilldarverk það er ekki hægt að segja annað. Þegar ég gekk útaf bíóinu var ég orðlaus, ég hafði búist við ótrúlegri sýningu og hana fékk ég og meira en það. Ég get ekki hætt að dáðst að þessari mynd hún lifir enn í huganum hvert atriði. Allir leikararnir voru frábærir og búningarnir, tónlistin sérstaklega var ég hrifin af söng Pípins. Við tökum upp þráðinn þar sem við skyldum við félagana í mynd nr.2. Vinir hittast á ný, ferð Sóma, Fróða og Gollris heldur áfram. Pípinn gerir skyssu og fer til Mínas Tíríð. Kátur gerist stríðskappi. Aragorn, Legolas og Gimli þreyta skelfilegt próf. Allir stóðu sig svo vel í þessari mynd, tæknibrellurnar voru stórkostlegar. Ég fékk miklu meira en ég hafði búist við. Án efa er Return of the King besta mynd sem hefur verið gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Interview with the Vampire: The Vampire Chronicles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ferlega góð mynd, reyndar var það fyrir tilviljun að ég sá hana. Ég var veðurteppt hjá frænda mínum og hafði ekkert að gera,sá hana á Skjá einum.

Þetta fjallar um Louis (Brad Pitt) Hann hittir blaðamann sem hann ákveður að segja sögu sína. Fyrir möfg hundruð árum hafði Louis verið bitinn af vampírunni Lestat (Tom Crusie). Louis leið illa og vill ekki drepa neinn og lifir á rottum. En dag nokkurn ,eða um nótt þar sem vampírur þola ekki sólarljós, þá bítur hann 12 ára stúlku, Claudiu (Kirsten Dunst) hún breytist einnig í vampíru og um stund lifa þau þrjú sem ein fjölskylda. Þar til Claudia verður leið á Lestat. Louis og Claudia flakka um heiminn eftir það. Þau hitta margt fólk eins og vampíruna Armand (Antonio Banderas). Þetta er góð mynd sem mig langar að sjá aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær mynd ein sú besta sem ég hef séð. Það eina sem ég hef út á hana að setja er að hún var ekki nógu löng bókin var mikið lengri, þeir eiga eftir að vera í vandræðum með þriðju myndina. Svo fannst mér Fróði (Elijah Wood) vera alltaf alvarlegur, ég meina þó að hann sé voða mikilvægur verður hann að geta skemmt sér pínu. Bardagaatriðin voru áberandi góð, og ekki of viðbjóðsleg. Það mér fannst einna best var sambandið á milli Legolas (Orlando Bloom) og Gimla (John Rych-Davis) þeir ná að sýna hvað Gimli og Legolas eru orðnir góðir vinir. Mér fannst allir leikararnir standa sig vel. Og allir tölvugerðu persónurnar vera frábærar. Ég held að það sé ekki spurnig að þessi mynd sé þess virði að eiga eða að taka á leigu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Pirates of the Caribbean er ein besta mynd sem ég hef séð. Þetta fjallar um Will Turner(Orlando) sem er hrifinn af Elizabeth Swann(Keiru) henni er rænt af Barbossa skipstjóra (Geoffrey Rush) Svörtu Perlunnar. Jonny Depp leikur sjóræningjan Jack Sparrow. Sem er handtekinn en Will hjálpar honum með því skilyrði að hann hjálpi honum að bjarga Elizabeth af Svörtu Perlunni. Þetta er mjög spennandi mynd og bráðfyndin. Johnny Debb fer á kostum hann er verulega fyndin og virðist fullur alla myndina, Orlando Bloom er mjög góður, tilfinnganæmur, svalur og sterkur hann var ekki síðri en hann var í Lord of the Rings. Keira er góð mér finnst persónan hennar æðisleg. Geoffrey stendur sig líka einstaklega vel sem illmennið Barbossa. Tæknibrellurnar eru góðar, bardagaatriðin eru góð og ljúfu hlutarnir líka. Þetta er hröð, ógnvekjandi og spennandi mynd ég vildi að ég gæti farið aftur á hana. Ég mæli með að fólk ætti að fara og sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fellowship of the ring er fyrsta mynd þríleiksins af Lord of the rings.Þessi mynd fjallar um Fróða Bagga (Elijah Wood)sem eignast hring sem vill svo til að er máttarbaugur eð aðal Hringurinn sem var smíðaður af Sauron Myrkradróttni. Í hringnum var afl til þess að eyða Miðgarði( það er staðurinn þar sem sagan gerist). Vinur hans Gandalfur hinn grái, sem er vitki, (Ian McKellen) segir honum frá þessu en yfirgefur hann síðan til þess að leita ráða hjá öðrum vtka Sarúman hinum hvíta. Fróði leggur af stað ásamt tryggum þjóni sínum Sóma (Sean Astin) til Rofadals þar situr Elrond konungur álfanna þar. Með þeim slást í för Kátur (Dominic Monaghan) og Pípinn (Billy Boyd) og svo kemur seinna, Aragorn niðji Ísildurs (Viggo Mortens). Þeir hald áfram til rofadals eltir af hinum dularfullu og jafnframt skelfilegu Svörtu riddurum. Á endanum komast þeir til Rofadals við illan leik.Þá er ferðin nú bara rétt að byrja. Þeir fara frá Rofadal í níu manna föruneyti. Við hafa nú bæst Álfurinn Legolas Grænalauf prins Myrkviðar(Orlando Bloom), Dvergurinn Gimli Glóinsson (John-Rychs Davis) og Boromír sonur Dynþórs frá Gondor (Sean Bean). Þeir ferðast um í myrkrum Kazad Dum (Moría) koma við í Álfaríkinu Lot Lóríon. Í endan sundrast föruneytið í þrjá flokka. Hóparnir halda hver í sína áttina.

Þetta er góð mynd bardaga atriðin eru góð og dýptin í myndinni er yndisleg. Tónlistin er samt einna best.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei