Gagnrýni eftir:
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það var ekkert annað! Þessi mynd hans Tarantino er bara hörkumynd, það verður ekki annað sagt. Ég er ekki mikill aðdáandi óþarfa blóðsúthellinga sem bera ekki vott af virðingu fyrir því að verið er að drepa fólk og eru bara þarna svo vitleysingarnir fái eitthvað fyrir peninginn en hér er ekki fyrir því að fara, það er aðal málið. Hann nær ofbeldinu á annað plan, gefur manni svona comic book, anime lúkk á þetta. Ekki má gleyma því að það sem kemur fyrir sjónir í þessari mynd er ekkert sem ekki hefur sést áður í bæði teiknimynda blöðum og kínverskum og japönskum karate myndum, þar er það bara sett fram á annan máta sem maður hlær af og tekur ekki alvarlega, einhver Tófú fílingur sem maður tengir ekki við. Hérna er þetta borið fram með kartöflum og uppstúf, eitthvað mjög nálægt manni og sendir hroll og svita niður að hnésbótum. Það eru sjúklega kool atriði í myndinni með músík fyrir allan peninginn og klippum og settum sem eru einhver þau flottustu. Tarantino er mjög glúrinn við að draga fram frábæran leik úr gömlum leikurum sem hafa ekki náð að sýna sitt í glamúr Hollívúdd uppá síðkastið. það gerir hann með vel sömdum textum og vel mótuðum persónum, einsog annar snillingur að nafni Woody Allen, og skapa verulega magnþrungin atriði með einföldum samtölum milli tveggja persóna einsog byrjunaratriði myndarinnar milli Carradine og Umu. Þá er ekki síður flott atriði þeirra Vivicu og Umu, og þá samtal þeirra tveggja ekki bara bardaginn. Þau fá mann til að trúa. Anime atriði myndarinnar eru alveg snilldarlega vel gerð og greinilega engir aukvissar þar á ferð. Stórhættuleg mynd fyrir ungdóminn, boðskapurinn hræðilegur en sælgæti fyrir þá sem hafa þroska til skilja myndina og taka henni einsog hún kemur, algjör geðveikis túrbínu stera rússíbani svalari en skrattinn á heróíni með stráhatt og gerir myndir einsog S.W.A.T. og Bad Boys 2 að algjörum wannabe og undirstrika hvað þær eru lélegar.
Matchstick Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er góð mynd. Og óvenjulegt og skemmtilegt að fá svona djúpa feita mynd, frá verksmiðjunum. Ridley Scott tryggir það með þessari mynd að ég sjái hans næstu. Í fyrsta lagi er um frábæran leik að ræða hjá öllum. Cage, einsog ég var hættur að þola hann, nær hér excellent leik. Hann fer verulega djúpt í karakter og nær úr hattinum manni sem maður trúir að sé til og hafi við vandamál að stríða, há hindrun þar. Sam Rockwell rennur ljúft og fer létt með sinn mann. Hann hefur náttúrulega takta og á auðvelt fyrir framan vélina, takta sem gera hann ómissandi í myndir og fellur sem flís við rass í þessa afar raunverulegu þungu og þægilegu mynd með þessu fína plotti. Stelpan stendur sig vel og allt þetta undir brilliant leikstjórn og góðu handriti gengur upp. Það hefur náðst að skapa svo svalt andrúmsloft í myndinni með Frankie boy raulandi undir, Whiskey Martini drykkjunum, reykmettuðu teppalögðu stofunum með panel veggjunum og þokulýsingu. Menn deyja í þessari mynd einsog öllum öðrum í dag en á sannfærandi hægan undrunar máta (engin byssa trekkt með tilheyrandi svölum hljóðum)þannig að maður finnur næstum því til og þá er árangrinum náð.
S.W.A.T.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er mynd sem fer inn og út og er alveg gleymd þegar bíllinn er kominn útaf bílaplani bíósins. Myndir fær hálfa stjörnu fyrir það hve vel þeir trekktu byssurnar alltaf. Þetta er svona að mínu mati harðhausa, engin hugsun, slökkva á heilanum, gæti alveg eins verið í baði með asbest öndina mína mynd. Býður ekki uppá neitt nýtt. Hún er keyrð á gömlum frösum úr öðrum myndum sem sem flikkað hefur verið uppá. Það var ekkert verulega svalt í þessari. Engin gæsahúð. Ekkert.
Alex and Emma
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er sæmileg mynd. Vegna þess að ég bjóst við meiru eftir fyrstu 10 mínúturnar sem lofuðu mjög góðu fær hún ekki meira. Það er bara ekki unnið nógu krassandi úr hlutunum. Yfirbragð myndarinnar er þægilegt. Það er gott að horfa á hana og ég vildi óska að söguþráðurinn/leikstjórnin hefði verið betri, þá hefði hún verið frábær. Það vantaði bara eitthvað. Wilson er það besta við myndina. Það er einsog hann hafi áttað sig strax á hlutverkinu og virkaði öruggur og ákveðinn sem lúðinn. En Kate Hudson var ekki nógu sannfærandi í smáu atriðunum. Það eru smáu atriðin sem gera barnalega heimsku aðlaðandi og fyndna og stundum kynæsandi en ef þú nærð ekki smáu atriðunum virkarðu bara stúpid. Hún var góð í How to loose a guy in 10 days Sophie Marceau var sjúkleg, þar er kynþokki fyrir mestallan peninginn restin er elegans. Samt sem áður er til margt verra í bíó.
Apocalypse Now Redux
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég nenni að horfa á myndir og í þessu tilviki er ekki um að ræða einhvern rússíbana heldur mynd sem þú verður að nenna að horfa á. Þessi aukaatriði sem bera fyrir sjónir í Redux eru ágæt og gaman að sjá þau en breyta heildarmyndinni ekki neitt. Þau gefa meiri dýpt í myndina og framlengja konfektinu. Leikarar eru í úrvalsflokki og eru þar Martin Sheen og Duvall fremstir. Málið er textinn sem settur er í munninn á þeim. Hann er framúrskarandi snilld. Allar pælingarnar um stríðið og hvað það er að gera mönnum, það er aðal málið við þessa mynd. Það er einsog sá sem samdi handritið hafi farið illa á stríðinu og talað við menn sem drápu börn og húsdýr í nafni réttlætis og upprætingar á kommúnisma. Brando er sjúklegur. Þegar hann hverfur af skjánum vill maður strax meira af honum, mistíkin er áþreifanleg. Í alla staði sjúkleg mynd.