Gagnrýni eftir:
Shrek0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég sá þessa mynd á óvissusýningu í boði Strik.is og ég verð að segja eins og er að ég hef ekki skemmt mér eins vel í bíó í mjög langan tíma. Myndin er frábærlega gerð, stundum velti maður fyrir sér hvort það sem maður var að horfa á væri virkilega tölvuteiknað. Húmorinn er rosalega góður og fyrir alla aldurshópa. Þarna var fólk á öllum aldri og var mikið hlegið og greinilegt að fólk hafði mjög gaman af. Talsetningin gæti ekki verið betur gerð, og Mike Myers og Eddie Murphy fara á kostum, einnig er John Lithgow góður í hlutverki vonda karlsins. Ég mæli hiklaust með þessari mynd fyrir alla og gef henni fjórar stjörnur. Alveg pottþétt bíó!
Ace Ventura0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð. Það er hrikalegt hvað Jim Carrey getur verið fyndinn! Jim Carrey gerir myndina að því sem hún er - ef hann væri ekki í henni þá væri hún bull. Ég hef ábyggilega séð hana 30 sinnum og ég fæ aldrei nóg!

