Gagnrýni eftir:
Hedwig and the Angry Inch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þar sem ég og vinkonur mínar erum forfallnar leikhúsrottur skelltum við okkur í Loftkastalann að sjá Hedwig og Reiðu Restina. Mér fannst sýningin svo sem allt í lagi, ágæt tónlist og Björgvin Franz og Ragga Gísla ágæt.
Ekki svo löngu seinna sá ég myndina auglýsta einhverstaðar og hugsaði, hey en sniðugt, leigi hana við eitthvað tækifæri (en var eins og sjá má, ekkert viti mínu fjær af spenningi.
Það var svo einhverntíman að ég var að leita af einhverri spólu og datt niðrá Hedwig.
Ég bjóst við einhverri kvikmyndaðri sviðsuppfærslu frá bandaríkjunum eða eitthvað, en Hedwig var ekkert í þá áttina. Að mínu mati var þetta snilldarverk sem ég horfði á tvisvar þennan sólarhring, og á núna spólunu heima.
Myndin er margþætt. Hún inniheldur fyrst og fremst sjónarhorn kynskiptings á lífinu, magnaða heimspeki og svo frábæra tónlist. Lögin ná einhvern vegin miklu betra flugi á enskunni, maður fær þau strax á heilan!
Ég mæli með Hedwig, því að þó að hún sé lítt þekkt, þá er hún að mínu mati mjög góð.
-When the Earth was still flat, and the clowds made of fire...-
Final Destination 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Final Destination. Sáuð þið hina myndina? Ágæt mynd með skemmtilegri pælingu. Svona ógeðismynd. Þessi mynd, alveg sama myndin eiginlega. Næstum nákvæmlega sami söguþráður, en hryllingsatriðin margfölduð! Það er það sem gerir þessa mynd að því sem hún er. Þessi útpældu dauðaatriði sem eru þvílíkur hryllingur að þau grafa sig í hugann svo maður getur ekki gleymt þeim. Þessi mynd er þess virði að eyða tíma sínum í að sjá hana af þeim kostum einum að hún er hreinlega viðurstyggilegasta mynd sem ég hef séð. Og svo er pælingin ekki slæm (þó hún sé sú sama og í hinni).
Allaveganna, ágæt mynd sem hægt er að mæla með, en aðeins fyrir þá sem fíla hrylling og viðbjóð. Restinni finnst hún sennilegast kjaftæði.
Mousehunt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að segja að mér leiðast svona myndir. Skúrkarnir lenda alltaf í asnalega heimskulegum aðstæðum (en lifa náttúrulega alltaf af að fá steðja eða keilukúlu í hausinn.) Hef bara aldrei skilið hvað sé svona skemmtilegt við þetta. Eina skemmtunin sem ég fæ út úr þessari mynd er að horfa á hvað föður mínum finnst hún rosalega fyndin.