Gagnrýni eftir:
Anchorman: The Legend of Ron Burgundy0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sjaldan eða aldrei hef ég skemmt mér betur í bíó. Will Ferrel sannar það og sínir að hann er lang fyndasti maðurinn í brasanum í dag.
Spider-Man 20 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með sæmilegar væntingar þar sem ég hafði heyrt ágætis hluti um hana og henni hefur almennt verið hælt af gagnrýnendum. Þessi mynd er að mínu mati í mesta lagi ágæt. Endlaust væl út gegnum myndina og sálarflækjur spiderman ætluðu algerlega að fara með mig þar sem gamlar konur jafn sem smá börn þurftu að hvetja sívælandi tobey maguire til að drullast til að gera eitthvað. Einnig er þessi ástarvella kringum hann og rauðkunna orðin þreitt í gegnum tvær myndir þar sem maðurinn er stamandi fyrir framan hana stöðugt og getur aldrei ælt því út úr sér hver hann er. Hasar atriðin eru fín en alls ekki nóg til að draga myndina upp í það að hún sé skemmtileg. Ég ræð fólki frá því að sóga peningum sínum einsog undirritaður á þessa hrillilegu ræmu...

