Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Torque
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór með því hugarfari á myndina að þetta væri hálf hallærisleg en flott mynd, enda gaf bæði posterinn og trailerinn það sterklega til kinna. Raunin varð svo að það var alveg gert í því að hafa myndina eins hallærislega og hægt var, og gert var grín að frösum einsog i live my life a quarter mile at a time, en þetta sagði Dísillinn svo eftirminnilega í eldri mynd sama framleiðanda. Þetta var alveg fyrsta flokks grínmynd þar sem það var gert svo mikið í að hafa liðið hallærislegt, og Ice Cube blessaður.. hann kann bara ekkert að leika. Myndatakan, brellurnar, stuntin, gellurnar og lætin voru svo ekkert til að gera þetta neitt leiðinlegra, og þarna var þarna á ferðinni held ég svalasta upphafsatriði bíómyndar sem ég man allavega eftir þessa stundina.. allavega sat ég bara agndofa og hló þegar það var búið, því fyrir gutta sem hefur gaman af öllum hraðskreiðum tækjum, þá var þetta næstum of flott til að vera satt. Allt annað en _góð mynd_, snilldar mynd samt sem áður ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei