Gagnrýni eftir:
Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessar þrjár stjörnur fær myndin af því að þegar ég sá hana horfði ég á hana með því hugarfari að þetta væri ævintýramynd.
Góð hasar/ævintýramynd með mörgum flottum atriðum.
Ekki búast við Indiana Jones, en horfðu á hana án of mikilla væntinga, því hún er nokkuð skemmtileg.
JFK
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er í alla staði frábær, Kevin Costner óvenju sterkur í hlutverki Jim's Garrison, saksóknara í New Orleans, myndatakan er til fyrirmyndar og tónlist John Williams við hæfi.
Það er greinilegt hvað Oliver Stone telur hafa gerst og dregur hann upp nokkuð sannfærandi mynd af því sem gerðist eða gerðist ekki. Þessi mynd er vel löng og þrátt fyrir það var gefin út Director's Cut útgáfa af þessari mynd sem gerir myndina ennþá pottþéttari. Manni gæti liðið illa eftir þessa mynd, því maður sér hvað hefur gerst og getur vel gerst aftur.
Besta mynd Oliver Stone, án nokkurs vafa.