Gagnrýni eftir:
Mulan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mulan er ein af mínum uppáhalds-disney-myndum. Hún fjallar um unga stelpu í Kína, á tíma Keisarans. Hún lifir í heimi þar sem hlutverk konunnar er að vera góð húsmóðir og halda heiðri fjölskyldunnar. Mulan er samt öðruvísi og ganga hlutirnir ekki vel hjá henni. Og ákveður hún að gera eitthvað í því...(segi ekki meira)
Þessi mynd hefur skemmtilegar persónur svo sem Mushu (sem er talsettur af Eddie Murphy) og fleiri. Þetta er tilvalin fjölskyldumynd og ekki finnst mér aldurstakmörk þurfa að vera. Aldrei er maður of gamall til að sjá klassíska Disney mynd.
Góð mynd fyrir alla að sjá ;)
Hellboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki veit ég mikið um Hellboy, en ég get sagt að þessi mynd var nú bara skemmtileg. Þegar ég frétti af henni var ég ekkert æst í að sjá hana, veit ekki af hverju...fannst 'Hellboy' bara ekkert spes. En þegar frændi minn var búinn að sjá hana, lét ég mig hafa það og fór á hana. Og ekki sé ég eftir að hafa séð hana. Ron Perlman er leikur mjög spes persónu...Hellboy, og er hann alveg tilvalinn í það hlutverk. Hellboy er stór og sterkur, svona 'loner' (anti-hero) og svo reykir hann.
Einnig verð ég að hrósa David Hyde Pierce (sem mér fannst æðislegur í Down with Love), sem leikur röddina á Abe Sapien, svona 'freaki' eins og Hellboy, bara blár fiski-eitthvað ekki rauður ;) Einnig verð ég að segja að ein önnur persóna er brennd inn í mér, en það er aðstoðarmaður vonda karlsins (þessi með sverðin tvö) þið verðið bara að sjá myndina til að skilja mig.
Þessi mynd er svona tilvalin mynd til afslöppunar (með spennu inn á milli). Það fylgja samt smá gallar á myndinni, eins og tæknibrellurnar (hef séð MIKLU betri) og fleiri smáatriði, en stíllinn á myndinni bætir það upp. Persónulega finnst mér Hellboy skemmtilega klippt (you'll see what I mean) og hefur svona sér stíl...lala...Okei. Mæli með þessari sem 'afslöppunar' mynd.
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er MJÖG MIKIÐ fyrir Japan og þegar The Last Samurai kom í bíó gat ég ekki beðið til að sjá hana. Ég vildi sjá hvernig honum Tom'sa myndi ganga í myndinni, og stóð hann sig þrusuvel. Ég verð samt að segja að Ken Watanabe stóð sig ennþá betur en Tom. Samtölin á milli þeirra eru alveg æðisleg, og ekki vantaði húmorinn.
Þegar ég sá myndina varð ég alveg dolfallin í salnum. Kvikmyndatakan var svo skemmtileg og náði svo vel þessu fallega landslagi sem var allt í kring. Klæðnaðurinn var alveg æðislegur og átti alveg Óskarinn skilið (fyrir utan LOTR). Ég öfundaði leikaranna SVO mikið að vera með 'katana' (sverðin). Hasarinn í myndinni (bardagaatriðin) var fínn og getur maður ekki neitt annað en dáðst að 'the Samurai Spirit'. Þetta er ein af þrem myndum árið 2003 sem hefur gefið manni sýn inní Japan og menningu þess lands, og finnst mér þessi mynd eiga 3.sæti í Topp 10 listann minn af árinu 2003 (1.LOTR:ROTK, 2.KillBill vol.1) Þótt að myndin var alveg æðisleg, vantaði ekki væmnina í hana og fannst mér það komið dáltið vel mikið í endanum...en í lokin var ég sátt með endinn, og myndina í heild ;)
Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð bara að segja þetta núna áður en ég held áfram með þessa umfjöllun...þessi mynd er ein lélegasta 'framhaldsmynd' sem ég hef séð! Myndir hefur engann alvöru 'plott' og fer maður nú bara að hugsa, hver gerði handritið?!? Og hvaða handrit er það? Dumb & Dumber var góð mynd á sínum tíma og fékk ég nett áfall þegar ég sá þessa mynd auglýsta. Það mætti hafa skrifað á hana 'MISTÖK' og eftir að ég sá hana var það alveg rétt. Okei, maður hló svona 1-3 í allri myndinni, bara útaf heimskunni í bröndurunum. Ég er persónulega 'sucker' fyrir 5 aura brandara en þetta var einum OF mikið af aulabröndurum. Of heimskulegt fyrir minn smekk...hvað get ég sagt....ekki sjá þessa mynd. Þið verðið bara fyrir vonbrigðum. Farið bara og takið gömlu myndina. Ég gef myndinni hálfa stjörnu, bara fyrir leikarana...fyrir að hafa reynt að gera myndina góða.
Kill Bill: Vol. 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kill Bill vol.2...hmmm...hvað getur maður sagt um hana sem sýnir meistaraverkið í réttu ljósi? Við svona umfjöllun verður maður að vanda orð sín til þess að þið skiljið mann.
Kill Bill vol.1 var (er) ein uppáhaldsmyndin mín árið 2003 og ég gat ekki beðið til að sjá nr.2. Og nú get ég fullvissað fólki um það að þessi mynd (vol.2) er æðisleg. Það er bara allt í Kill Bill vol. 2 sem er gott. Það leið ekki sekúnda sem ég efaðist um seinni hlutann á Kill Bill. Fyrsta myndin var mjög blóðug og ofbeldisfull. Nr.2 er ekki með eins mikið af splatti, en reyndar fannst mér ofbeldið skemmtilegra (þegar þið sjáið hana skiljiði mig), og er atriðið með Uma og Daryl alveg brennt inn í mig ;) Það gefur orðinu 'Bitch' góða skýringu. Húmorinn í vol.2 slær út fyrri helminginn (finnst mér). Ég verð að þakka Gordon Liu fyrir að vera í Kill Bill. ÖLL atriðin með honum eru bara snilld! David (Bill) er mjög góður leikari (finnst mér eftir að sjá Kill Bill báðar). Hann setur sérstakan svip, eða eitthvað á myndina....gerir hana að Kill BILL! Bara röddin á honum, hann er Bill, who you must kill! Quentin T. hefur enn einu sinni sannan fyrir sér hversu góður leikstjóri hann er, og hversu góðar myndirnar hans eru ;) Mæli með þessari mynd, reyndar með báðum!!! Hehe...þessar myndir(þessi mynd, ef maður talar um þær í heild) eru ÆÐISLEGAR!! Verðið að fara á KILL BILL (nema þeir sem eru MJÖG viðkvæmir...og of ungir)!!!
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Lost in Translation er ein besta mynd 2003 (ásamt öðrum snilldarverkum). Hún gefur manni skemmtilega sýn inn í heim Tokyo og inn í menningu Japana. Einnig sýnir þessi mynd hvernig manneskja frá allt annarri menningu reynir komast áfram í þessari framandi menningu. Mér finnst Bill Murray algjör snillingur í þessari mynd. Hann leikur mann sem þjáðist af gráa fiðringnum og er staddur út í Tokyo, langt frá fjölskyldu og eigin heimi. Hann slær alveg stórkostulega í gegn og lætur mann liggja í hláturskasti (hehe). Í öllum þessum ringlulreiðum kynnist hann ungri stelpu, sem leikin er af hinni fallegu Scarlett Johansson. Hún er eins og hann, alein inní þessum stóra heimi, og í gegnum það kynnast þau. Ég mæli eindregið með þessari mynd. Ég veit að ég virðist alltaf gefa 4 stjörnur en með þessa mynd, þá á hún ekkert minna skilið. Enjoy...;)
Love Actually
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er ein besta mynd ársins og á fjórar stjörnur skilið. Þetta er rómantísk gamanmynd og eru margar sögur í gangi sem eru allar fléttaðar saman. Þetta er samt ekki maður og kona verða ástfangin, heldur fjallar myndin um ást í heild. Það getur verið ást feðga, vina eða hjóna. Þessi mynd er ein besta breska myndin sem ég hef séð. Leikaranir í þessari mynd eru æðislegir og verð ég að hrósa Hugh Grant fyrir hlutverkið sitt sem forsetisráðherra Englands og ég tala nú ekki um stórglæsilegt dansnúmer hjá honum. Bill Nighy stendur sig vel í þessari mynd sem gömul rokkstjarna í “comebacki” þar sem ekkert er honum heilagt. Love Actually er rómantísk, dramantísk og ekki langt í grínið. Mæli með þessari mynd…góð til að horfa á með fjölskyldunni/makanum/frændfólki/börnunum/vinum og tónlistarmönnum.
Bad Company
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er versta mynd sem ég hef séð sem Anthony Hopkins leikur í. Ég hef ætíð haft mikið álit á honum en þetta er bara slæm mynd. Reyndar finnst mér hann halda myndinni á floti, því þessi mynd er sökkvandi. Chris Rock er fínn þegar hann er ekki að leika í myndum (Down to Earth var ágæt). Hann er stand-up grínisti (sem hæfir honum albest), þetta er bara vont. Ekki finnst mér söguþráðurinn góður (alveg að fara að slitna), og ekki veit ég hvað leikstjórinn var að spá þegar hann gerði þessa mynd. Ekki á þessi mynd margar stjörnur skilið og held ég að þessi fjöldi sem ég valdi sé hæfilegur fyrir myndina (eins og ég sagði áðan, Anthony Hopkins heldur þessari mynd á floti).
Robin Hood: Men in Tights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er BESTA mynd sem ég hef séð!!! Reyndar sá ég hana þegar ég var lítil, en ég tek hana samt oft á leigu til að sjá hana aftur. Þetta er(að mínu mati) besta Mel Brooks mynd sem ég hef séð. Mel Brooks gerir grín af Robin Hood í þessari mynd. Robin Hood er leikinn af Cary Elwes, sem er frábær í þessari mynd. Húmorinn í þessari mynd er æðislegur(reyndar mikið um fimmaura brandara). Ég segi nú bara...þessi mynd er svona must mynd. Ég mæli eindregið með þessari mynd...Farið út á næstu vídeóleigu og takið Robin Hood:Men in Tights;)
Finding Nemo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er ákveðin að Finding Nemo á fjórar stjörnur skilið. Þetta er ein besta Pixar mynd sem ég hef séð. Þetta er mjög fyndin mynd. Einnig er hún spennandi, hlý og skemmtileg. Þetta er erfitt verk fyrir Pixar, að gera mynd sem gerist neðansjávar og hefur þeim tekist æðislega. Það með lífið neðansjávar er mjög framandi og gefur það Pixar fjölbreyttar hugmyndir og geta þeir leikið sér með það. Myndin er svo vel vönduð(en ekki alveg fullkomin), og hefur Pixar hugsað vel um allt í myndinni. Söguþráðurinn er skemmtilegur og eru persónurnar alveg æðislegar. Persónulega finnst mér persónan sem Ellen DeGeneres talar fyrir alveg æðisleg. Þetta er mynd fyrir alla, ekki bara krakka heldur einnig fullorðið fólk...þessi mynd er góð mynd til að fara með fjölskyldunni og skemmta sér. Mæli eindregið með þessari mynd.
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kill Bill(Vol.1) er SNILLD!!!!;) Hvað á ég annað að segja?!! Það er ekki bara söguþráðurinn og allt það, heldur er það líka að þetta er ekki ein önnur vetrar/sumar smellur! Þetta er mynd sem hefði getað gefið út hvenær sem er og alltaf komið vel út;) Ég hef nú séð Pulp Fiction og hún var góð..og mér líkar mjög vel við hann Quentin Tarantino sem leikstjóra. Þessi mynd er æði, hasarinn er góður(persónulega fannst mér hann fyndinn,hihi...) Kill Bill er með svona 70's tónlist(passar vel inní Kill Bill) sem er mjög flott, reyndar er hún stíluð þannig. Einnig eru bardagaatriðin gerð eins og 70's Kung Fu mynd. Það var líka flott hvernig myndin var sýnd af hluta til svart/hvít og notað er anime(ég fæ tár í augun). Einnig er myndin vel blóðug(það er nú bara hluti af henni;)...). Ég er nú mikill ádáandi af Japan og öllu sem því fylgir og var ég alveg ástfangin af japönskunni sem heyrðist í myndinni. Húmorinn er nú vel svartur mundu sumir segja, en er það nú bara það sem gerir hana fyndna;) Þetta er nú bara byrjunin þannig að maður bíður spenntur eftir hinni! Ég verð bara að benda á það hvað mér finnst kvikmyndatakan í þessari mynd mergjuð(when you see it, you know then what I'm talking about). Quentin Tarantino hefur sýnt sig enn einu sinni fyrir okkur hversu mikill snillingur hann er, þetta er mynd sem þú getur ekki misst af!!! Ég mæli eindregið með henni...;)..þetta er góð bíóupplifun, og góð tilbreyting frá þessum vetra/sumar smellum!
Highlander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jamm..Highlander...er...mín UPPÁHALDSMYND!!!
Ég veit að þetta er gömul mynd (tæknibrellur eru ekki eins raunverulegar og núna) og er það kannski eitt að því sem gerir hana svona skemmtilega. Og svo er auðvitað sagan í myndinni sem gerir þetta að þessari skemmtilegu mynd sem þetta er...;)
Þetta fjallar um Conner McCloud (Christopher Lambert), sem er ungur skoti á...ég held í byrjun 16.aldar, sem fer í bardaga og er drepinn...en svo kemur í ljós að hann er ódauðlegur og eru til fleiri ódauðlegir menn (líka konur, vil koma því fram) í heiminum, og fer maður í gegnum tímann með honum og sér sögu hans. Sean Connery er í þessari mynd sem Ramirez (held að þetta er rétt stafsett hjá mér). Allavega..er þetta ein af mínum allra uppáhaldsmyndum (1. Highlander..2.Robin Hood, Men in tights). Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð hinar Highlander myndirnar en ég er ánægð með sú fyrstu ;)
Þetta er ómissandi mynd að mínu mati...svona mynd sem maður getur horft á um kvöldið með vinunum(nema vinirnir eru ekki sáttir með classical myndir)...Ég mæli með henni..;) Ég gef henni 4 stjörnur fyrir klassa og þessi mynd eldist vel og er góð..;)
Bad Boys II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bad Boys 2 er alveg fín mynd, það fannst mér allavega, en kannski of löng :) Hún hefur fínan húmor, reyndar mikið af svokölluðum fimmaurabröndurum, og mikinn hasar. Mér fannst gaman að sjá hvernig þeir Michael Bay og Jerry Bruckheimer gerðu þessa mynd góða. Þeir eru auðvita með miklar tæknibrellur (eins og flestar myndir, samt mjög flottar) og gaman er að sjá allan hasarinn á breiðtjaldinu. Ég vil bara benda á það fyrsta myndin var einnig góð, og er önnur framhald af sú fyrstu (í þeirri pælingu, hasar, húmor og allt það) Mér fannst söguþráðurinn ekki eins sterkur og ég vildi hafa hann. Mér fannst myndin einnig dáltið löng...en það sem hélt mér vakandi þarna um kvöldið sem ég fór voru Will Smith og Martin Lawrence :) Martin er alveg góður í myndinni, en mér fannst persónulega Will betri (og hann er sætari!). Ég hef ekkert mikið að segja um hvort þið eigið að berjast um að fara eða fara bara í rólegheitunum á þessa mynd, það er allt í höndum einstakslingana sem fara :)