Gagnrýni eftir:
The Gathering
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekkert að gerast alla myndina, engin skínandi leikur, andrúmsloft (sem á að vera dularfullt og spennandi) er misheppnað. Söguþráðurinn bíður kannski upp á spennandi framvindu en það bara virkar ekki. Hefur sjaldan leiðst jafn mikið í bíó og hef þó séð margan óþverann þar. Mæli eindregið með að fólk sniðgangi þessa mynd og noti peningin í e-ð uppbyggilegra. Gestur
Requiem for a Dream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvað er hægt að segja um þetta stórvirki? Allveg rosalega flott mynd, vel tekin, frábærlega leikin og leikstýrt af algerum meistara.
Þessi mynd sýnir eiturlyfja vandan frá nokkrum sjónarhornum, bæði frá sjónarhorni heróin neytandans, fjölskyldu neytandans og svo frá sjónarhorni hins félagslega ásætnalega lækna dópista.
Raunveruleg og hafði rosalega djúp áhrif mig.
Get samt ekki mælt með henni, hún er það viðbjóðsleg. Það þarf hver að eiga það við sig hvort hann/hún vilji sjá hana.
The Salton Sea
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er frábærmynd í alla staði. Gefur að mér finnst skondna innsýn inn í líf spíttfíkilsins, en er um leið að byggja upp sögu einhvers alla annars.
Kilmer sýnir stór leik, reyndar tók ég ekki eftir neinum leikara sem fór í taugarnar á mér(sem gerist oftast) og öll stór hlutverk í myndinni eru mjög vel leikinn.
Fyndinn, skemmtileg, spennandi og áhugaverð. Verð að mæla með henni.
Predator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta mynd Svartnaggs! Kúlið flæðir allstaðar í gegn, geimveran er bæði ógnvænleg og töff. Félagar Argnolds í þessari mynd eru allir að skila sínu.
Myndin sjálf er spennandi og skemmtileg (hvað með það þó að nokkur atriði gangi ekki upp?).
Það er reyndar frekar skondið að sjá Bandarískan sérsveitarforingja með fáránlegan austurrískan hreim, en þannig er það bara.
Mæli með henni fyrir alla Svartnaggs aðdáendur.
Orange County
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er frekar sýrð í allastaði. Það er alls ekki slæmt nema þú hafir ekki húmor fyrir smá fáránleika. Þessi mynd er skuggalega fyndin. Jack Black er frábær og sonur Hanks stendur sig vel.
Þessi mynd er ein af þeim sem fólki annaðhvort þykir frábær eða bara leiðinleg og tilgangslaus. Ég elskaði hana og mæli eindregið með henni, þ.e.a.s. ef þú fílar smá sýru...